spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNew York, New york

New York, New york

conor McGregor Eddie Alvarez UFC New YorkÍ dag eru aðeins fimm dagar í UFC 205 í New York. Spennan er orðin gífurleg enda verður þetta eitt stærsta bardagakvöld allra tíma.

Þetta verður fyrsti viðburður UFC í New York ríki eftir að MMA var lögleitt í ríkinu. Síðasti viðburður UFC í New York ríki fór fram í september 1995 þegar Ken Shamrock og Oleg Taktarov mættust í aðalbardaga kvöldsins fyrir framan 9.000 áhorfendur.

UFC viðburðurinn á laugardaginn verður öllu stærri. Bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden og er öllu til tjaldað. Allir bardagar kvöldsins, frá þeim fyrsta til hins síðasta, eru spennandi og stefnir allt í stórgott kvöld.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Eddie Alvarez og Conor McGregor. Það hefur ekki verið neitt brjálæðislega skemmtilegt skítkast þeirra á milli í aðdraganda bardagans og eru þetta í raun sömu gömlu tuggurnar. „Conor getur ekki neitt og hefur ekki barist við neinn“ hefur Alvarez verið að segja á meðan Conor lofar að gera Alvarez óþekkjanlegan eftir bardagann. Kannski munu flöskur fljúga á blaðamannafundinum í vikunni en hingað til hefur þetta hálfpartinn verið endurtekið efni.

En það skiptir eiginlega engu máli. Þetta er það stór viðburður og það gott bardagakvöld að eitthvað skítkast fyrir bardagann á ekki að skipta miklu máli. Conor McGregor getur komist á spjöld sögunnar með því að verða sá fyrsti til að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC. Eddie Alvarez getur fetað í fótspor Nate Diaz og þaggað aðeins í kjaftfora Íranum (í það minnsta í nokkrar vikur) og varið léttvigtartitil sinn í fyrsta sinn.

Það verða tvö önnur beltið í húfi þetta kvöld og aðrar stórar stjörnur á borð við Donald Cerrone, Chris Weidman og Khabib Nurmagomedov berjast. Eftir frammistöðu Tony Ferguson um helgina þarf Nurmagomedov heldur betur að minna á sig. Hann þarf að gera eitthvað svakalegt því það getur verið auðvelt að gleymast á jafn stóru bardagakvöldi og UFC 205 er. Fögnum því samt að hann sé ekki meiddur (ennþá, 7, 9, 13).

Það er í raun magnað að bardagakvöldið skuli enn vera nokkurn veginn eins og það var upphaflega ætlað. Enginn hefur enn sem komið er þurft að draga sig úr bardaga sínum vegna meiðsla en eina breytingin er Lyman Good sem féll á lyfjaprófi. Það eru þó enn fimm dagar í þetta og eins og við sáum í aðdraganda UFC 200 getur allt gerst.

UFC 205 fer fram á laugardaginn en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular