spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNgannou klárar Ferreira í 1. lotu (myndband)

Ngannou klárar Ferreira í 1. lotu (myndband)

Francis Ngannou sneri tilbaka í búrið eftir næstum 3 ára fjarveru frá MMA og gaf okkur meistaraframmistöðu þegar hann rotaði Renan Ferreira í 1. lotu með höggum í gólfinu og varð með því PFL Super Fights þungavigtarmeistari.

Bardaginn byrjaði á því að þeir skiptust á lágspörkum. Ngannou skaut í fellu eftir rúma mínútu sem hann náði nokkuð auðveldlega. Ferreira gerði vel af bakinu, hótaði kimura og fleygði svo upp triangle. Það virkaði þétt í augnablik en Ngannou kom sér nokkuð fljótt útúr því. Ngannou settist þungur á mjaðirnar á Ferreira og lét þungum höggum rigna niður sem á endanum yfirbuguðu Ferreira.

Francis Ngannou var mjög tilfinningaríkur í viðtalinu eftir bardagann. Hann sagðist fyrst ekki geta hugsað um annað en son sinn Kobe. Hann sagði svo að honum finnst hann eiga meira eftir til að gefa í bardagaíþróttum en það færi allt eftir hvernig honum sjálfum muni líða.

Ngannou tók tvo hnefaleikabardaga frá því hann barðist síðast í UFC. Hann kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu gegn Tyson Fury í október í fyrra en var svo illa rotaður af Anthony Joshua í mars á þessu ári. Það verður áhugavert að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. Mun hann mæta aftur í búrið og verja PFL Super Fights titil sinn eða gætum við fengið að sjá “cross-promotional” viðburð með UFC þar sem hann myndi mæta hverjum þeim sem heldur þungavigtartitli UFC á þeim tímapunkti?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular