spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNgannou snýr aftur í búrið!

Ngannou snýr aftur í búrið!

Francis Ngannou, betur þekktur sem „The Predator“, mun snúa til baka í búrið eftir 33 mánaða fjarveru. Fyrrum UFC þungavigtarmeistarinn mun mæta núverandi PFL þungavigtarmeistaranum Renan Ferreira þann 19. október næstkomandi í PFL frumraun Francis. Munu þeir berjast upp PFL Super Fight beltið.

Ngannou barðist síðast í janúar 2022 og varði hann þá beltið sitt gegn Cyril Gane. Síðan þá hefur Francis gengið í gegnum margt. Hann gekkst undir aðgerð, fór í gegnum langar samningaviðræður og upplifði mikið áfall þegar sonur hans var bráðkvaddur. Eftir að hafa skilið við UFC og orðið eftirsóttasti samningslausi MMA-bardagamaður heimsins, eyddi Ngannou helmingi ársins 2023 í að semja við PFL með þeim skilmálum að hann fengi að berjast í hnefaleikum.

Í nóvember 2023 átti Ngannou hrikalega góða frammistöðu gegn Tyson Fury en hann tapaði svo illa gegn Anthony Joshua stuttu seinna. Í apríl gerðist harmleikur þegar Ngannou missti 15 mánaða son sinn skyndilega. Hann sagði að missirinn ylli mikilli óöryggistilfinningu og óvissu í lífi hans og bar því saman við að sprengja líf sitt upp eins og blöðru. Þrátt fyrir það er Ngannou spenntur fyrir því að snúa til baka í búrið og koma MMA-ferlinum sínum aftur af stað.

Ngannou segir að honum finnist hann hafa eitthvað að sanna fyrir heiminum og minnti á að í grunninn gangi MMA út á það að gefa sig allan í sportið. Hann sagði einnig að aðdáendur mættu eiga von á sama Ngannou og við höfum séð áður og að hann muni undirbúa allar hliðar leiksins fyrir bardagann gegn Ferreira.

Endurkoma Ngannou er ekki einungis mikilvæg fyrir Ngannou sjálfan heldur PFL líka. Ef Ngannou tekst að draga jafn marga að PFL og hann gerði í UFC, þá gæti það haft hrikalega jákvæð áhrif á PFL sem er mun minna bardagasamband en UFC og efur fengið mikinn pening frá fjárfestum.

Renan Ferreira verður fyrsti andstæðingurinn hans Ngannou síðan hann skrifaði undir hjá PFL og er Ferreira verðugur andstæðingur. Ferreira er með 13 – 3 record og vann sér inn bardagann gegn Ngannou með rothöggi á Ryan Bader eftir 21 sekúndna viðureign í febrúar. Ferreira vann þá PFL Vs. Bellator Champion beltið en varð þar á undan PFL Heavyweight meistari.

Ferreira tók áhættu þegar hann ákvað að taka ekki þátt í PFL 2024 leiktíðinni og bíða frekar eftir bardaganum gegn Ngannou. Þessi ákvörðun rennur í sömu æð og ákvörðunin hans Ngannou að fara frá UFC og nýta sér tækifæri annars staðar.

Síðan að Ngannou gekk í raðir PFL fyrir 15 mánuðum hefur ákvörðun Ngannou að fara frá UFC ekki verið endurtekin hjá mörgum sem berjast fyrir UFC. Hann trúir því þó að bardagamenn séu mun meðvitaðri um ósanngjarna framkomu UFC gegn bardagamönnum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular