spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNicco Montano sendi frá sér yfirlýsingu

Nicco Montano sendi frá sér yfirlýsingu

Nicco Montano sendi frá sér langa yfirlýsingu á laugardagskvöldið eftir að hafa verið svipt titlinum. Montano segir að bardaginn hafi komið alltof snemma fyrir sig og hafi verið neydd að samþykkja bardagann.

Nicco Montano gat ekki varið fluguvigtartitilinn sinn á UFC 228 eins og til stóð. Montano átti að mæta Valentinu Shevchenko en skömmu fyrir vigtunina þurfti að flytja Montano upp á sjúkrahús.

Í yfirlýsingunni segir Montano að hún hafi ekki viljað berjast fyrr en í október. Það hafi hins vegar ekki verið í boði og hafi hún verið neydd til að samþykkja bardagann. Þá hafi efnaskiptin í skrokknum verið í ólagi eftir að hafa skorið þrisvar niður á sex vikum í The Ultimate Fighter. Það hafi tekið hana langan tíma að jafna sig á því og þá hafi veikindi og meiðsli spilað inn í.

Montano fékk nýrnabilun en læknar sögðu að ef hún hefði beðið í 30 mínútur í viðbót gæti það hafa leitt til hjartsláttatruflana.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by N I C C O R A E (@nrmontano) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular