spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNicolas Dalby er nýr veltivigtarmeistari Cage Warriors

Nicolas Dalby er nýr veltivigtarmeistari Cage Warriors

Hinn danski Nicolas Dalby (12-0) varð í gær veltivigtarmeistarinn í Cage Warriors samtökunum þegar hann sigraði úkraínumanninn Sergei Churilov á Cage Warriors 66 í Kaupmannahöfn. Dalby sigraði bardagann með glæsilegu höfuðsparki í fjórðu lotu sem rotaði Churilov nánast standandi. Myndband af sparkinu má sjá hér fyrir neðan.

Dalby er þar með fyrsti danski Cage Warriors meistarinn, en menn eins og Conor McGregor, Michael Bisping og Dan Hardy hafa verið meistarar í samtökunum. Fyrrverandi veltivigtarmeistari samtakanna, Íslandsvinurinn Cathal Pendred, lét beltið af hendi í febrúar þegar hann fékk tækifæri til að keppa í The Ultimate Fighter þáttaröðinni.

Viðburðinn var sá fyrsti sem Cage Warriors heldur í Danmörku en von er á allavega tveimur viðburðum í viðbót á Norðurlöndnum á þessu ári. Samtökin eru af mörgum talin þau stærstu í Evrópu og því verður fróðlegt ef þeir ákveða að halda reglulega viðburði á norðurlöndunum. Telja má að líkurnar á því aukist nú þegar veltivigarmeistarinn er danskur.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular