spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNike, Under Armour og Venum líkleg til að koma í stað Reebok

Nike, Under Armour og Venum líkleg til að koma í stað Reebok

Samningur UFC við Reebok rennur út á þessu ári. Talið er að UFC muni ekki endurnýja samninginn við Reebok og er UFC í viðræðum við önnur fatamerki.

Samstarf UFC og Reebok hófst árið 2015 þegar fataframleiðandinn tók yfir allan fatnað UFC. Bardagamenn UFC voru þá skyldaðir til að klæðast Reebok fatnaði í búrinu en samningurinn hafði víðtæk áhrif á MMA heiminn. Bardagamenn misstu styrktaraðila við fatamerki enda gátu þeir ekki klæðst fatnaði styrktaraðila sinna í búrinu. Þá fóru fjölmörg fatamerki í MMA heiminum á hausinn.

Gríðarleg óánægja var með fatnaðinn og samninginn hjá bardagamönnum. Reebok fékk ítrekað skammir frá bardagamönnum og aðdáendum fyrir léleg vinnubrögð en á síðustu árum hefur dregið úr óánægjuröddum.

Fyrr á árinu sagði Dana White, forseti UFC, að samningurinn við Reebok myndi renna út á þessu ári. Hann sagði síðan í vikunni við The Schmozone Podcast að UFC væri í viðræðum við Nike, Under Armour og Venum um að gerast fataframleiðandi UFC. Eitt þessara fyrirtækja mun því taka við af Reebok.

Ef Nike myndi taka yfir fengu bardagamenn að klæðast fatnaði Nike í búrinu og í aðdraganda bardaga. Í dag fá bardagamenn greitt frá Reebok eftir bardaga sína en upphæðin er ekki há.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular