spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 227

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 227

UFC 227 fer fram í kvöld í Staples Center í Los Angeles. Tveir titilbardagar verða á dagskrá en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið í kvöld.

Allt undir hjá Cody Garbrandt

Aðalbardagi kvöldsins er gjörsamlega geggjaður! Fyrri bardagi T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt var einfaldlega frábær og er nánast öruggt að bardaginn í kvöld verði það líka. Garbrandt gæti endurheimt titilinn með sigri en gæti líka verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann. Með tapi er hann 0-2 gegn meistaranum en aldrei áður hefur bardagamaður fengið þriðja séns gegn meistara eftir að hafa tapað í fyrstu tveimur tilraunum sínum. Ef hann tapar gæti hann þurft að bíða lengi eftir titilbardaga og er því mikið undir hjá Garbrandt í kvöld.

Enn ein titilvörn DJ

Enginn hefur varið titilinn oftar í UFC heldur en Demetrious Johnson. Í kvöld fer hann í sína 12. titilvörn en í þetta sinn verður það Henry Cejudo. Fyrri bardaginn var ansi einhliða og því fátt sem bendir til að sá seinni verði mikil þrekraun fyrir DJ. En Cejudo hefur bætt sig mikið síðan í fyrri bardaganum og getur allt gerst í þessari blessaðri íþrótt.

Á uppleið og niðurleið

Í fjaðurvigt mætast tveir ansi skemmtilegir bardagamenn sem eru á ólíkum stað á ferlinum. Cub Swanson er ansi reynslumikill og er sennilega á niðurleið getulega séð. Á sama tíma er Renato Moicano rétt að byrja sinn feril í UFC og er á uppleið. Þessir tveir mætast á miðri leið og stefnir allt í ansi fjörugan bardaga á milli þeirra. Líklegur bardagi til að vera besti bardagi kvöldsins.

Rothögg í millivigt

Í millivigt er ansi líklegt að rothögg sjáist. Thiago Santos er með einn besta vinstri fótinn í UFC í dag en hann hefur klárað sex bardaga í UFC með spörkum. Santos mætir nýliðanum Kevin Holland í kvöld og verður þetta hreint út sagt ansi erfitt verkefni fyrir Holland. Líklegasta niðurstaðan er sigur hjá Santos og kæmi ekkert á óvart ef það væri eftir rothögg.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 í nótt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular