spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 238

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 238

UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Bardagakvöldið er þéttskipað af góðum bardögum en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Á kvöldinu er 21 bardagamaður á topp 15 styrkleikalista UFC en það er met á einu bardagakvöldi hjá UFC síðan styrkleikalistinn var fyrst kynntur til leiks.

Getur Cejudo orðið tvöfaldur meistari?

Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og varði titilinn gegn T.J. Dillashaw í janúar. Núna fer hann upp í bantamvigt og berst um lausan titilinn þar eftir að TJ var sviptur. Með sigri verður hann meistari í tveimur flokkum á sama tíma og fetar þar með í fótspor Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes. Cejudo er kannski hallærislegasti bardagamaður allra tíma en það er hægt að neita því að hann hefur átt frábærar frammistöður í síðustu bardögum. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur unnið síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Moraes er sigurstranlegri hjá veðbönkum og ætti þetta að verða einkar áhugavert.

Auðveldur sigur fyrir Valentinu?

Valentina Shevchenko mætir Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Um leið og fluguvigtin var sett á laggirnar var eiginlega beðið eftir því að Shevchenko yrði meistari. Hún varð meistari í desember með sigri á Joanna Jedrzejczyk og er þetta hennar fyrsta titilvörn. Jessica Eye á ekki séns samkvæmt veðbönkum og er Shevchenko mun sigurstranglegri. Á pappírum verður þetta auðveldur sigur hjá Shevchenko en sagan hefur sýnt okkur að það er ekki alltaf þannig.

Aðalbardagi fólksins

Þrátt fyrir tvo titilbardaga er geggjaðasti bardagi kvöldsins ekki upp á neitt belti. Þeir Tony Ferguson og Donald Cerrone mætast í frábærum léttvigtarbardaga og ætti sigurvegarinn að hafa gert nóg til að fá titilbardaga. Það er mikið undir fyrir báða og er hægt að lofa frábærum bardaga.

Bantamvigtin í sviðsljósinu

Eins og áður hefur komið fram verður barist um bantamvigtartitilinn en það verða einnig tveir aðrir bardagar í flokknum í kvöldið sem eru mikilvægir. Þeir Jimmie Rivera og Petr Yan eru báðir á topp 10 og mætast í fjórða síðasta bardaga kvöldsins. Í einum af upphitunarbardaga kvöldsins mætast þeir Aljamain Sterling og Pedro Munhoz. Þeir Sterling og Munhoz eru ofar á styrkleikalistanum en Rivera og Yan en sá sem á bestu frammistöðuna í kvöld gæti fengið næsta titilbardaga.

Næsti áskorandi í strávigt kvenna?

Í strávigt kvenna er mikilvægur bardagi sem vert er að hafa auga með. Tatiana Suarez mætir þá Nina Ansaroff og er mikið undir fyrir báðar. Næsti titilbardagi í strávigtinni er óljós og veltur eflaust á ákvörðun Rose Namajunas. Suarez og Ansaroff þurfa þó að eiga frábæra frammistöðu til að sýna að þær eigi skilið að fá titilbardaga.

Ekki gleyma

Það eru margir flottir bardagar á kvöldinu sem ekki má gleyma. Joanne Calderwood mætir Katlyn Chookagian í fyrsta bardaga kvöldsins og er það enn einn bardaginn sem er mikilvægur fyrir þyngdarflokk. Calvin Kattar mætir Ricardo Lamas og ætti það að verða hörku bardagi. Svo má ekki gleyma stóru strákunum þeim Tai Tuivasa og Blagoy Ivanov sem mætast í þungavigtinni.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular