spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Barboza vs. Lee

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Barboza vs. Lee

Í kvöld er UFC með bardagakvöld í Atlantic City í New Jersey. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Edson Barboza og Kevin Lee en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.

Mikilvægur aðalbardagi kvöldsins

Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur fyrir næstu skref beggja. Þeir Edson Barboza og Kevin Lee eru báðir að koma til baka eftir tap í sínum síðasta bardaga. Barboza lenti í Khabib-vélinni í desember en Lee var kláraður af Tony Ferguson í október. Það er því mikilvægt fyrir báða að tapa ekki tveimur bardögum í röð til að falla ekki of langt niður goggunarröðina. Það er þó spurning hvort þetta verði síðasti bardagi Kevin Lee í léttvigtinni en hann náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær. Sigurvegarinn heldur sér nálægt toppnum á meðan sá sem tapar þarf taka sér sinn tíma að klífa aftur upp. Bardaginn ætti að verða mjög áhugaverður enda tveir topp bardagamenn í einum besta þyngdarflokkinum í UFC.

Mun áhætta Edgar borga sig?

Frankie Edgar snýr aftur í búrið um helgina en ekki er langt síðan hann var rotaður af Brian Ortega. Um það bil 50 dagar eru liðnir frá rothögginu og aðeins örfáir dagar síðan keppnisbanninu hans eftir tapið lauk. Þetta var fyrsta tapið hjá Edgar eftir rothögg á ferlinum og spurning hvernig hann kemur til baka eftir slíkt tap. Síðast þegar Edgar og Swanson mættust var bardaginn afar einhliða Edgar í vil. Mun Edgar sleppa með skrekkinn eftir þessa miklu áhættu sem hann er að taka eða fáum við annað tap hjá Edgar?

Rothögg í þungavigt

Í þungavigt mætast þeir Chase Sherman og Justin Willis en báðir eiga þeir það sameiginlegt að fara sjaldan allar loturnar. Þegar svona stórir strákar skiptast á höggum er nokkuð líklegt að bardaginn endi með rothöggi. Sherman hefur verið í skemmtilegum viðureignum en á það til að éta full mikið af höggum. Willis gefur ekkert eftir og er sannfærður um að hann eigi eftir að berjast um titilinn einn daginn. Ekki þekktustu nöfnin en gæti orðið nokkuð skemmtilegt.

Ekki gleyma

Það eru fullt af skemmtilegum bardögum á kvöldinu þar sem kunnugleg nöfn láta sjá sig. Aljamain Sterling mætir Brett Johns en sá velski hefur verið á góðu skriði að undanförnu. Jim Miller mætir Dan Hooker er líklegt að það verðir flottur bardagi. Þeir Alex Garcia og Ryan LaFlare eru rétt fyrir utan topp 15 og verður áhugavert að sjá þá mætast í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular