spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Lewis vs. dos...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Lewis vs. dos Santos

Um helgina fer fram lítið UFC kvöld í Kansas. Kvöldið lendir á milli tveggja stórra viðburða en það er engu að síður þess virði að skoða, að minnsta kosti fyrir þá allra hörðustu.

Sprengjuregn í þungavigt

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Derrick Lewis og Junior dos Santos. Báðir menn er þekktir fyrir höggþunga og standandi bardaga en ólíklegt þykir að glíma komi mikið við sögu. Stílar þessa manna eru hins vegar mjög ólíkir. Lewis er þessi þrammari sem svæfir andstæðinginn og varpar svo bombu sem gerir út af við bardagann. Dos santos hefur í seinni tíð þróast út í að verða hreyfanlegri boxari. Spurningin er því hvort hann geti haldið sig frá stóru höggum Lewis og útboxað hægari manninn? Það er ekkert augljóst í húfi fyrir þessa menn en í þungavigt þarf almennt ekki marga sigra til að koma sér í toppbaráttuna. Lewis barðist nýlega um titilinn gegn Daniel Cormier en JDS hefur unnið tvo í röð og er fyrrverandi meistari. Fyrir Lewis snýst þetta um að koma sér á sigurbraut og ná í sigur gegn stóru nafni en fyrir JDS gæti hann komið sér í titilumræðuna með sigri.

Stöðubarátta í veltivigt

Tveir spennandi bardagamenn á hraðri uppleið mætast þetta kvöld, þeir Curtis Millender og Elizeu Zaleski dos Santos. Báðir eru á mikilli sigurbraut og báðir eru með mikla reynslu og komnir yfir þrítugt. Þetta kvöld er gullið tækifæri fyrir báða til að láta vita af sér og koma sér í enn stærri bardaga. Báðir eru árásagjarnir og skemmtilegir bardgamenn svo útkoman ætti að verða fjör. Þess má geta að Zaleski dos Santos skoraði á Gunnar eftir síðasta sigur Gunnars.

Annar skemmtilegur í veltivigt

Það ber mikið á veltivigtinni þessa dagana. Annar bardagi í þeim þyngdarflokki þetta kvöld er á milli Niko Price og Tim Means. Price þótti mjög efnilegur en hefur þurft að þola erfið töp gegn Vicente Luque og Abdul Razak Alhassan. Means þarf ekki að kynna en hann er góður hliðvörður og mælistika á hvar menn eru staddir. Hvað sem gerist ætti áhorfendum að vera skemmt.

Enn einn góður í veltivigt
Í aðal upphitunarbardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Rocco Martin sem er alltaf að verða betri og hefur nú unnið þrjá bardaga í röð. Hann mætir hér heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu, Sergio Moraes. Bardaginn verður áhugaverður fyrst og fremst upp á að sjá hvort Martin sé tilbúinn í topp 15.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 annað kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular