spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Overeem vs. Oleinik

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Overeem vs. Oleinik

UFC er með bardagakvöld í kvöld í Rússlandi. Þeir Alistair Overeem og Alexey Oleinik mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrár ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Reynsluboltar sem klára

Það er gríðarleg reynsla hjá keppendum kvöldsins í aðalbardaganum. Þeir Alistair Overeem og Alexey Oleinik eru samanlagt með 131 bardaga, unnið 101 af þeim og klárað 92. Það eru því ágætis líkur á að aðalbardaginn klárist og verði skemmtilegur.

Shevchenko systir berst

Antonio Shevchenko er eldri systir fluguvigtarmeistarans Valentinu Shevchenko. Hún er ósigruð í MMA og búin með einn bardaga í UFC. Hún mætir eilífðarnördinu skemmtilega, Roxanne Modafferi, en hún æfir hjá Syndicate MMA í Las Vegas þar sem Sunna Rannveig hefur verið að æfa síðustu vikur. Það er mikill reynslumunur á þeim í MMA enda Modafferi með 37 bardaga gegn aðeins sex hjá Shevchenko. Shevchenko er aftur á móti með 40 bardaga í kickboxi og verður áhugavert að sjá hvort Sheva stenst þetta próf.

Spennandi bardagamenn taka sín fyrstu skref í UFC

Það er fjöldinn allur af spennandi bardagamönnum sem eru að taka sína fyrstu bardaga hjá UFC á kvöldinu. Arman Tsarukyan (13-1) mætir Islam Makhachev (16-1) í næstsíðasta bardaga kvöldsins sem ætti að vera áhugavert. Islam hefur unnið fimm af sex bardögum sínum í UFC og ætti þetta að verða flottur bardagi. Alex Da Silva (20-1) hefur klárað alla sigrana sína en hann mætir Alexander Yakovlev í léttvigt. Movsar Evloev (10-0) er spennandi bardagamaður en hann mætir öðrum nýliða, Sung Woo Choi.

Góð tímasetning

Þó það séu kannski ekki þekktustu bardagamenn heims að berjast á kvöldinu þá gæti þetta orðið áhugavert. Auk þess eru bardagarnir á góðum tíma á laugardegi en upphitunarbardagarnir hefjast kl. 14:15 á íslenskum tíma og aðalhluti bardagakvöldsins kl. 17.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular