spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rivera vs. Moraes

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Rivera vs. Moraes

UFC er með bardagakvöld í kvöld í Utica í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jimmie Rivera og Marlon Moraes en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Næsta áskorandi í bantamvigt?

Það er ekki alltaf sem UFC er með bardagakvöld á föstudögum en sú er þó raunin í kvöld. Þeir Jimmie Rivera og Marlona Moraes mætast í aðalbardaga kvöldsins og hefur verið nokkur hiti á milli þeirra í dágóðan tíma. Sigurvegarinn hér verður sennilega búinn að tryggja sér titilbardaga í bantamvigtinni og munu sennilega mæta sigurvegaranum úr viðureign T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Rivera hefur unnið 20 bardaga í röð en þar af eru fimm í UFC. Rivera átti að mæta Dominick Cruz í desember í fyrra áður en Cruz meiddist og meiddist staðgengill Cruz líka. Rivera hefur því ekki barist í tæpt ár á meðan Moraes hefur verið duglegri að berjast.

Marlon Moraes var bantamvigtarmeistari WSOF lengi en samdi við UFC í fyrra. Síðan þá hefur hann tekið þrjá bardaga en síðast sáum við hann rota Aljamain Sterling í desember. Það var eitt af rothöggum ársins og kom honum á kortið eftir smá bras í byrjun UFC ferilsins. Bardaginn í kvöld gæti orðið magnaður og fáum við sennilega næsta áskoranda í bantamvigtinni.

Nælir veiðimaðurinn sér í sinn næsta sigur?

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Gregor Gillespie og Vinc Pichel. Gillespie náði mögnuðum árangri í bandarísku háskólaglímunni og hefur unnið alla 11 bardaga sína í MMA. Í UFC hefur hann klárað þrjá af fjórum bardögum sínum og er hann einn af þeim efnilegustu í léttvigt í dag. Hann hefur líka haldið því fram að hann sé langbesti veiðimaðurinn í UFC enda elskar hann að renna fyrir fisk. Andstæðingur hans, Vinc Pichel, er helst þekktastur fyrir að hafa verið kastað eins og tuskudúkku af Rustam Khabilov í frumraun sinni í UFC. Pichel rotaðist í einu kastinu en hefur síðan þá hljóðlega unnið fjóra bardaga í röð. Þetta ætti að verða hörku bardagi í kvöld.

Teymur bræðurnir

Þeir Daniel og David Teymur berjast báðir í kvöld en báðir eru þekktir fyrir ansi skemmtilega takta í búrinu. Yngri bróðirinn Daniel Teymur hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Danny Henry í Glasgow í fyrra í geggjuðum bardaga. Fram að því hafði hann klárað alla sína bardaga og er hann einn af þeim sem er alltaf skemmtilegt að horfa á. David Teymur hefur átt meiri velgengni að fagna í búrinu (4-0 í UFC) en er ekki síður skemmtilegur. Daniel mætir Nik Lentz í kvöld á meðan Daniel mætir Julio Arce.

Tveir mjög efnilegir

Tveir mjög efnilegir bardagamenn berjast sinn fyrsta UFC bardaga í kvöld. Jose Torres er einn besti áhugamaður í sögu MMA en hann var tvívegis heimsmeistari áhugamanna og endaði áhugamannaferilinn með bardagaskorið 25-1. Torres er 7-0 sem atvinnumaður og er einn af þeim allra efnilegustu í fluguvigtinni í dag. Bretinn Nathaniel Wood er sömuleiðis efnilegur en hann er 13-3 og hefur unnið fimm bardaga í röð, alla með rothöggi. Wood mætir reynsluboltanum Johnny Eduardo í bantamvigt á meðan Torres mætir Jarred Brooks.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2. Allir bardagarnir verða aðgengilegir á Fight Pass á Ísland.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular