Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á TUF 26 Finale

Nokkrar ástæður til að horfa á TUF 26 Finale

Úrslitakvöld 26. seríu The Ultimate Fighter fer fram í kvöld. Bardagakvöldið er nokkuð slappt ef við eigum að segja alveg eins og er en þó er alltaf hægt að finna eitthvað áhugavert.

Nýr meistari

Áhugaverðasti bardagi kvöldsins er titilbardagi Nicco Montano og Roxanne Modafferi. Upphaflega átti Montano að mæta Sijara Eubanks en sú síðarnefnda fékk nýrnabilun þegar hún reyndi að skera niður fyrir bardagann. Eiga ekki fleiri þyngdarflokkar að koma í veg fyrir allt svona vesen? Bardaginn ætti engu að síðar að verða áhugaverður. Modafferi kom inn í seríuna sem sú sigurstranglegasta en tapaði í undanúrslitum fyrir Eubanks. Montano var aðeins 14. val þjálfaranna og hefur framganga hennar í þáttunum komið verulega á óvart. Bardaginn ætti að vera skemmtilegur en sigurvegarinn mun verða fyrsti fluguvigtarmeistari kvenna í UFC.

Sykursýningin

Sean O’Malley vakti nokkra athygli á Dana White Tuesday’s Contender Series í sumar. Þar náði hann góðu rothöggi og er hann núna 8-0 á ferlinum. Hann mætir Terrion Ware í kvöld og verður gaman að sjá O’Malley aftur.

Álitlegir áskorendur í nýjum þyngdarflokki

Barb Honchak var, líkt og Modafferi, ein sú sigurstranglegasta í 26. seríu TUF. Hún datt út í undanúrslitum fyrir Montano og er hún ein af þeim sem fylgjast þarf með í þessum nýja þyngdarflokki. Honchak mætir reynsluboltanum Lauren Murphy sem hefur barist fjóra bardaga í UFC. Murphy fær þó tækifæri á að vera í nýjum þyngdarflokki í kvöld og mögulega þeim rétta.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 00:30 í nótt en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Allir bardagarnir verða aðgengilegir á Fight Pass rás UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular