spot_img
Wednesday, January 1, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 186

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 186

UFC 186Annað kvöld fer UFC 186 fram í Montreal, Kanada. Það er langt síðan UFC hefur heimsótt Montreal og var öllu til tjaldað þegar bardagakvöldið var fyrst sett saman með Rory MacDonald fremstan í flokki. Lyfjapróf og meiðsli hafa gjörbreytt bardagakvöldinu en hér eru þó nokkrar ástæður til að horfa annað kvöld.

Á pappírum er UFC 186 ekki sterkasta bardagakvöld allra tíma en þegar betur er að gáð gæti þetta verið mjög skemmtilegt bardagakvöld. Þarna fá minni spámenn stórt tækifæri til að láta ljós sitt skína.

  • Mun Horiguchi valda Johnson vandræðum? Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í fjaðurvigtinni milli Demetrious Johnson og Kyoji Horiguchi. Horiguchi er með mjög óvenjulegan stíl og er með frábæra fótavinnu úr karate. Karate-fótavinnan gæti valdið Johnson vandræðum og þetta gæti verið mun jafnari bardagi en áður var talið.
  • Ekki samt gleyma að: Demeotrious Johnson er einn mest afgerandi meistari UFC. Það er langt síðan hann hefur lent í vandræðum í bardaga og hafa titilvarnir hans einkennst af miklu öryggi. Hann virðist enn vera að bæta sig og hefur klárað þrjá af síðustu fjórum bardögum sínum (allt titilbardagar).
  • Slugfest! Hvorki Quinton ‘Rampage’ Jackson né Fabio Maldonado kæra sig um að berjast tæknilega og af yfirvegun. Báðir vilja skemmta áhorfendum og báðir leita þeir eftir rothögginu. Þó Rampage megi muna sinn fífil fegurri gæti bardaginn á morgun orðið skemmtilegt stríð.
  • Er Thomas Almeida framtíðin í bantamvigtinni? Thomas Almeida (18-0) er einn af mest spennandi nýliðunum í UFC. Hann kláraði fyrstu 17 bardaga sína með rothöggi eða uppgjafartaki og fór allar þrjár loturnar í fyrsta sinn í sínum fyrsta UFC bardaga í nóvember. Sá bardagi var valinn besti bardagi kvöldsins en miklar væntingar eru gerðar til Almeida.
  • Fylgstu með: Shane Campbell berst sinn fyrsta UFC bardaga annað kvöld og það á aðalhluta bardagakvöldsins gegn John Madkessi. Campbell er sennilega með glæsilegustu ferilskrána í Muay Thai í Norður-Ameríku og verður gaman að sjá hann þreyta frumraun sína í UFC annað kvöld. Andstæðingur hans, John Madkessi, kýs oftast að halda bardaganum standandi og gætum við fengið að sjá skemmtilega standandi viðureign annað kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular