Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: MMA hipsterinn

Föstudagstopplistinn: MMA hipsterinn

Föstudagstopplisti vikunnar er tileinkaður MMA hipsternum. Þetta er týpa sem líklegast allir kannast við að einhverju leiti. MMA hipsterinn getur ekki fílað hluti sem eru vinsælir meðal almennings en hér eru fimm hlutir sem MMA hipsterar gera og segja.

UFC on Fuel TV: Weigh-In

5. Ég vissi hver Chris Weidman var áður en hann kom í UFC.

Hér má skipta út nafni Chris Weidman fyrir í raun hvern sem er í UFC en skulum nota nafn Weidman í þessu dæmi. MMA hipsternum finnst gaman að segja frá því hversu lengi hann hefur fylgst með ferli Weidman áður en hann kom í UFC. Hann bætir jafnvel við að hann hafi alltaf vitað að Weidman yrði meistari. Hann vissi af Weidman áður en það var kúl.

barao1

4. Skrifar alltaf fullt nafn hjá bardagamönnum.

Þegar MMA hipsterinn talar um Renan Barao notar hann fullt nafn hans eða Renan do Nascimento Mota Pegado. Sama gildir um Fedor Vladimirovich Emelianenko, Francisco Santos Mir III og fleiri. Þetta gerir hann til að upplýsa aðra um visku sína. Stundum fer MMA hipsterinn einu skrefi lengra og skrifar fullt nafn eins og það er ritað í móðurmáli viðkomandi, Fyodor Vladimirovich Yemelyanenko.

jon_fitch-300x289

3. Fitch og Okami voru skemmtilegir bardagamenn

Langflestir bardagar Jon Fitch og Yushin Okami enduðu í dómaraákvörðun og voru báðir bardagamenn óvinsælir meðal bardagaaðdáenda. Til að mynda var Jon Fitch uppnefndur „smoke break“ þar sem aðdáendur tóku sér yfirleitt pásu frá áhorfi sínu enda þóknaðist þeim ekki stíll Fitch. MMA hipsterinn elskar bæði Okami og Fitch og lýsir oft yfir aðdáun sinni á tæknilegri getu beggja.

mamed khalidov

2. Besti bardagamaður heims er ekki í UFC

Þessi týpa var meira áberandi áður en UFC keypti Strikeforce en enn er þetta nokkuð sem MMA hipsterinn heldur fram. Hipsterinn fullyrðir að besti bardagamaður heims sé utan UFC. Hatur hans á UFC er það mikið að hann getur ekki sætt sig við að UFC sé með bestu bardagamennina. Að mati MMA hipstersins er Mamed Khalidov sá besti í millivigt og Ben Askren er besti veltivigtarmaður heims. Toppinum nær hipsterinn ef hann heldur því fram að besti bardagamaður heims komi frá Japan. Auk þess er uppáhalds bardagamaðurinn hans einhver sem enginn hefur heyrt um.

pride

1. Pride var miklu betra en UFC

Þetta er algengasta fullyrðing MMA hipstersins. UFC er bara stjórnað af gráðugum Bandaríkjamönnum sem er alveg sama um íþróttina, Pride var alvöru keppni og voru bardagarnir miklu skemmtilegri þar. MMA hipsterinn á það til að gleyma að í Pride var mikið um ójafna bardaga, Yakuza mafían hafði mikil áhrif á Pride og eigendur hvöttu til steranotkunar. Þarna ríkir nostalgían, Pride var skemmtilegt en alls ekki fullkomið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular