spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 222

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 222

Í nótt fer UFC 222 fram í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Yana Kunitskaya en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í nótt.

Enn eitt rústið hjá Cyborg?

Aðalbardagi kvöldsins er ansi einhliða miðað við stuðlana hjá veðbönkum. Fáir, ef nokkur, telja að Yana Kunitskaya geti valdið Cris ‘Cyborg’ Justino einhverjum vandræðum, hvað þá sigrað hana. MMA er þó íþrótt sem kemur stöðugt á óvart en flest bendir til að þetta verði enn einn einhliða sigurinn hjá Cyborg.

Gamli góði Frankie Edgar eða nýtt blóð?

Næstsíðasti bardagi kvöldsins er hrikalega jafn og spennandi. Þá mætast þeir Brian Ortega og Frankie Edgar í fjaðurvigt. Þetta er klassískur bardagi á milli unga og hungraða áskorandans gegn eldri reynsluboltanum. Brian Ortega hefur farið hamförum í UFC og klárað alla sína bardaga. Frankie Edgar hefur sýnt svo oft að hann er enn meðal þeirra allra bestu í MMA í dag. Fjögur af fimm töpum hans á ferlinum hafa komið í titilbardaga og eru það því aðeins þeir bestu sem sigra Edgar. Getur Ortega skipað sér sess meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni eða á Frankie Edgar enn nokkur góð ár eftir?

Nær Sean O’Malley að skemmta aftur?

Sean O’Malley er einn mest spennandi bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann er hrikalega skemmtilegur og óhræddur við að taka áhættur sem gleður alltaf áhorfendur. Á morgun mætir hann Andre Soukhamthath og gæti þetta klárlega orðið skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Ekki missa af þessum!

Hvernig verður Mackenzie Dern á stóra sviðinu?

Besta glímukona heims, Mackenzie Dern, berst sinn fyrsta bardaga í UFC í nótt. Hún er 5-0 á MMA ferlinum og fær nú sinn stærsta bardaga ferilsins. Stóra spurningin er hvort þetta skref sé of snemmt fyrir hana og hvort hún hefði átt að fá meiri reynslu í Invicta. Það kemur kannski ekki í ljós í nótt en það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá Dern í UFC.

Ekki gleyma

Cat Zingano berst sinn fyrsta bardaga síðan í júlí 2016 og mætir þá Ketlan Vieira en sigurvegarinn gæti fengið næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. Mike Pyle mætir Zak Ottow á morgun en þetta verður kveðjubardagi Pyle á ferlinum. Þá ætti bardagi John Dodson og Pedro Munhoz að verða áhugaverður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular