0

Spámaður helgarinnar: Haraldur Gísli Sigfússon (UFC 222)

UFC 222 fer fram í kvöld. Spámaður helgarinnar fyrir bardagakvöldið er Haraldur Gísli Sigfússon.

Haraldur er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur fylgst með MMA frá 2006. Haraldur starfar sem sölustjóri Travelade og er spenntur fyrir bardagakvöldinu. Gefum honum orðið.

Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Ketlen Vieira

Spáin fyrir þennan bardaga verður drifin af hefndarþorsta. Ég er ekki enn búinn að fyrirgefa Cat Zingano fyrir að hafa barið Mieshu Tate. Skil í raun ekki hvað henni gekk til að fara svona illa með hana Tate mína. Cat Zingano er búin að vera lengi frá og á meðan hefur Ketlen verið aktíf. Ketlen er að fara að vinna þennan bardaga eftir dómaraákvörðun. Cat Zingano kannski hugsar sinn gang í kjölfarið og biður Mieshu Tate afsökunar á því að hafa barið hana.

Þungavigt: Stefan Struve gegn Andrei Arlovski

Þetta er fáranlega spennandi bardagi. Eins og vill til með þungavigt að þá virðast menn einhvern veginn alltaf eiga séns þrátt fyrir að aldurinn sé kominn yfir þá. Arlovski búinn að vera rosalega óheppinn síðustu sex bardaga og tapaði fimm í röð en náði loks að vinna síðast. Stefan Struve virðist einhvern veginn ekki ná að vinna þessa gömlu menn. Tapaði fyrir Overeem og Mark Hunt sem eru HUNDGAMLIR. Arlovski er að fara að henda í eitt gamalt og gott KO í fyrstu lotu.

Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Andre Soukhamthath

Hef ekki hugmynd hverjir þessir menn eru og af hverju í andskotanum þeir eru á main cardinu þegar við erum með C.B. Dollaway og Hector Lombard í upphitunarbardögunum. Þessi Sean er einhver Sage Northcutt wannabe sem kom upp í gegnum svipaðan þátt. Andre er með ólæsilegra eftirnafn sem getur haft mikil sálfræðileg áhrif á andstæðinginn. Hefur í raun áhrif á allan undirbúninginn að geta ekki borið fram nafn andstæðings síns. Rannsóknir hafa sýnt að menn með erfið eftirnöfn eiga auðveldara með að vinna (dæmi Kabib Nurmagomedov, Joanna Jędrzejczyk og mýmörg fleiri). Andre vinnur, decision.

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Brian Ortega

Djöfull er ég spenntur fyrir þessum bardaga. Frankie er eins og einhver þindarlaus kakkalakki sem virðist geta staðið allt af sér. En á móti honum er algjör X-factor gaur, Brian Ortega, sem er ÓSIGRAÐUR og algjör glímuvél. Höfuðið segir mér að Frankie taki þetta eftir dómaraákvörðun en hjartað mitt segir submission by Ortega í annarri lotu. Niðurstaða: Hjartað ræður för og við sjáum submission vélina Ortega klára Frankie með guillotine í annarri lotu.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Yana Kunitskaya

Viðurkenni það að ég hafði ekki hugmynd hver Yana var þangað til núna. Er búinn að stúdera hana mjög mikið í kjölfarið, farið djúpt ofan í kjölinn á henni og skil hana sem fighter núna 100%. Það var sem sagt eitt Youtube myndband þar sem hún var með mjög lélega felluvörn. Þar af leiðandi erum við að fara að sjá Cyborg gjörsamlega jarða hana. Yana mun ná nokkrum höggum inn í fyrstu lotu og einhverjum lélegum lágspörkum en Cris mun svara með þyngri höggum. Í annarri lotu mun Cris taka hana niður og ground´n’pounda hana til sigurs. TKO í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.