spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: MacDonald vs. Thompson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: MacDonald vs. Thompson

Rory-MacDonald-thompsonAnnað kvöld fer fram ansi gott bardagakvöld í Kanada. Tveir af bestu veltivigtarmönnum heims mætast í aðalbardaga kvöldsins og Donald Cerrone berst aftur í veltivigt.

  • Fær Stephen Thompson titilbardaga? Hinn 33 ára undradrengur, Stephen Thompson, getur tryggt sér sinn sjöunda sigur í röð takist honum að sigra Rory MacDonald. Það verður síður en svo auðvelt verk en Thompson hefur sýnt frábær tilþrif í undanförnum sigrum. Síðast kláraði hann Johny Hendricks í 1. lotu og ef hann sigrar MacDonald fær hann næsta titilbardaga í veltivigtinni. Thompson hefur sýnt að hann er einn af þeim bestu í flokknum en er hann betri en Rory MacDonald?

thompson-2nd-kick-ellenberger

  • Hvernig kemur Rory til baka? Rory MacDonald hefur ekkert barist síðan hann háði ótrúlegt stríð við Robbie Lawler í júlí í fyrra. Þrátt fyrir að vera alblóðugur og með mölbrotið nef naut MacDonald bardagans og þakkaði Lawler fyrir þessa frábæru reynslu. Það er oft sagt að svona stríð breyti mönnum. Hvernig kemur Rory MacDonald til baka eftir stríðið gegn Lawler?
  • Hvað ætlar Cerrone að gera í veltivigt? Donald Cerrone berst sinn annan bardaga í röð á morgun í veltivigtinni þegar hann mætir Patrick Cote. Með sigri mun hann sennilega komast á topp 15 í veltivigtinni og þá verður áhugavert að sjá hvað UFC ætlar að gera með hann. Mun Cerrone komast á sigurgöngu og jafnvel gera atlögu að veltivigtarbeltinu?
  • Fyrsti kvennabardagann í fluguvigt: Bardagi Joanne Calderwood og Valerie Létourneau fer fram í 125 punda fluguvigt en þetta verður í fyrsta sinn sem UFC er með kvennabardaga í fluguvigtinni. Báðar hafa þær barist í strávigtinni með góðum árangri en fengu að taka þennan bardaga í fluguvigtinni. Calderwood hefur verið í „killer mode“ á æfingum samkvæmt Sunnu Rannveigu sem æfði með henni í viku fyrir þennan bardaga. Vonandi sjáum við hana upp á sitt besta gegn hinni frábæru Létourneau.
  • Sjaldgæft efni í léttþungavigtinni: Misha Cirkunov mætir Ion Cutelaba á morgun. Cirkunov hefur klárað báða bardaga sína í UFC og þykir mjög efnilegur. Efnilegir léttþungavigtarmenn eru ekki á hverju strái og því gæti verið spennandi að fylgjast með framgöngu Cirkunov í UFC. Hann er 29 ára gamall og í aldraðri léttþungavigtinni gæti hann náð langt.
  • Nóg af nöfnum: Auk ofangreindra bardaga má sjá marga áhugaverða bardaga. Hinn síbrosandi rotari ‘Smilin’ Sam Alvey mætir Elias Theodorou og Ali Bagautinov, sem barðist um fluguvigtartitilinn árið 2014, mætir Geane Herrera í fyrsta bardaga kvöldsins.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:45 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2:30.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular