spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Saint Preux vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Saint Preux vs. Okami

UFC bregður út af vananum og er með bardagakvöld á föstudagskvöldi í nótt. Bardagarnir fara fram í Japan en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.

Upphaflega áttu þeir Ovince St. Preux og Mauricio ‘Shogun’ Rua að mætast í aðalbardaga kvöldsins en því miður þurfti sá síðarnefndi að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Yushin Okami.

Besti kvennabardagi ársins

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Jessica Andrade og Claudia Gadelha í strávigt kvenna. Þetta eru tvær af þeim bestu í strávigtinni en báðar hafa þær tapað fyrir meistaranum, Joanna Jedrzejczyk. Claudia Gadelha er sú sem komist hefur næst því að sigra Jedrzejczyk en báðir bardagar þeirra voru hnífjafnir. Gadelha hefur farið nokkuð þægilega í gegnum alla aðra andstæðinga sína og verður áhugavert að sjá hvernig henni mun vegna gegn Andrade.

Jessica Andrade sáum við síðast tapa fyrir meistaranum. Fram að því hafði Andrade litið feikilega vel út og sýnt frábæra takta. Þetta stefnir því í einn besta kvennabardaga ársins þrátt fyrir að enginn titill sé í húfi.

Frumraun Gökhan Saki

K-1 goðsögnin Gökhan Saki mun berjast sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld. Þá mætir hann Brassanum Henrique da Silva sem er með þrjú töp í röð í UFC. Saki er afar reynslumikill sparkboxari með hvorki meira né minna en 96 bardaga. Hans eini MMA bardagi til þessa var fyrir 13 árum síðan, tap eftir tæknilegt rothögg, og verður áhugavert að sjá hvernig honum mun vegna í átthyrningnum með ógninni af fellunum. Það er sjaldséð að sjá svona góða ferilskrá úr sparkboxinu í UFC og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld.

Úr veltivigt og upp í léttþungavigt

Aðalbardagi kvöldsins er talsvert minna spennandi eftir að Shogun datt út. Yushin Okami var látinn fara úr UFC árið 2013 og hefur síðan þá verið mest megnis í WSOF. Í UFC barðist hann alla tíð í millivigt en fór niður í veltivigt fyrir sína síðustu fimm bardaga. Hann er því að fara úr veltivigt upp í léttþungavigt til að mæta Ovince St. Preux. Okami var alltaf frekar stór í millivigtinni og í veltivigtinni og verður því athyglisvert að sjá hvernig honum mun vegna í endurkomu sinni í UFC. Hann verður þó á heimavelli í kvöld og gæti það hjálpað honum.

Bardagarnir fara fram í Saitama Super Arena í Japan og hefjast fyrstu bardagarnir á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular