spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC um helgina

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC um helgina

Swanson-Jeremy-Stephens

Tveir UFC viðburðir fara fram um helgina, svo það verður af nógu að taka fyrir bardagaáhugamenn. Fyrri viðburðurinn fer fram á Nýja-Sjálandi þar sem aðalbardaginn er milli James Te Huna og Nate Marquardt og hefst hann kl. 6:30 á laugardagsmorgni á íslenskum tíma. Seinni viðburðurinn fer fram í Texas og byrjar kl. 23 á laugardagskvöld. Aðalbardaginn þar er á milli Cub Swanson og Jeremy Stephens.

Það verður ekki mjög mikið af merkilegum bardögum á þessum tveimur viðburðum, áherslan er greinilega á að leyfa B- og C-klassa bardagamönnum UFC að spreyta sig og fá athygli. Það er góð leið til að koma hreyfingu á styrkleikalistana og oft fæðast nýjar stjörnur á svona kvöldum. Minna reyndir bardagamenn gera auk þess fleiri mistök og mistök bjóða oft upp á tækifæri til að ná flottum höggum og tökum, þannig að minna færir bardagamenn skila oft mjög spennandi bardögum og eftirminnilegum augnablikum. Þetta eru líka margir hungraðir, upprennandi bardagamenn sem vilja umfram allt sanna sig. Þannig að þó þetta séu kannski ekki merkilegustu bardagar í sögu UFC geta þeir svo sannarlega verið mjög skemmtilegir.

  • cub-gif
    Cub Swanson rotar George Roop.

    Aðalbardaginn, Cub Swanson gegn Jeremy Stephens. Aðalbardagi kvöldins er verulega spennandi. Þar mætast tveir af hættulegustu og mest spennandi bardagamönnum fjaðurvigtardeildarinnar og UFC í heild. Swanson hefur unnið fimm gríðarlega öfluga bardagamenn í röð og stoppað fjóra þeirra og Stephens hefur heldur betur bætt sig upp á síðkastið. Eftir þrjú töp í röð fann hann nýaukinn metnað og hefur verið mun einbeittari. Það hefur skilað þremur sigrum í röð, þ.á.m. glæsilegu rothöggi gegn Rony “Jason” Mariano Bezerra síðasta nóvember. Þetta verður örugglega hraður, spennandi, teknískur og grimmur bardagi. Það er mikið hungur í báðum mönnum og þetta er mikilvægur bardagi fyrir fjaðurvigtardeildina, sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga.

  • Svíinn og Gastelum. Nicholas Musoke er mjög efnilegur sænskur bardagamaður með tvo góða sigra í UFC. Hann hefur verið taplaus í gegnum átta bardaga, síðan SBG/Mjölnis-maðurinn Cathal Pendred sigraði hann eftir dómaraúrskurð 2011. Hann mætir sigurvegara TUF 17, Kelvin Gastelum, sem er ósigraður og gríðarlega efnilegur bardagamaður með þrjá sigra í UFC. Þeir eru báðir mjög áhugaverðir bardagamenn sem gætu orðið stór hluti af veltivigt UFC á næstu árum og eru hugsanlegir framtíðarandstæðingar Gunnars Nelson.
  • Hvað gerir Lamas eftir tapið? Ricardo Lamas mætir Hacran Dias á aðalhluta bardagakvöldsins í Texas. Eftir að hafa unnið fjóra bardaga í röð fékk Lamas titlibardaga gegn Aldo í fjaðurvigt sem hann tapaði fyrir skömmu. Nú verður áhugavert að sjá hvernig hann bregst við tapinu, heldur hann áfram á sömu braut eða sjáum við nýjan og betri Lamas? Hacran Dias kom inn í UFC með átta sigra í röð, en mistókst að heilla dómarana gegn Nik Lentz í maí í fyrra. Þessi færi glímumaður snýr nú aftur eftir langa fjarveru frá búrinu og með sigri á Lamas myndi Dias klífa hátt á styrkleikalista UFC í fjaðurvigt.
  • Marquardt og Te Huna verða báðir að vinna. Bæði Nate Marquardt og James Te Huna eru höggþungir, harðir naglar sem hafa verið í spennandi og grimmum bardögum en eru búnir að tapa síðustu bardögum. Te Huna var steinrotaður af Shogun Rua í síðasta bardaga og þar á undan kæfður af Glover Teixeira. Þetta eru vissulega ekki töp til að skammast sín fyrir, en nú hefur hann ómissandi tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Marquardt er sjálfur með þrjú töp í röð og hefur ekki tekist að ná sigri í UFC síðan Strikeforce var sameinað UFC á síðasta ári. Þeir eru því báðir í þeirri stöðu að hafa alls ekki efni á tapi og sá sem tapar þessum bardaga gæti hugsanlega misst vinnuna. Þetta verður mikil prófraun fyrir þá báða.
  • Soa Palelei er villidýr. Það er ekkert mennskt við höggþungann hans Paleiei. Verður þetta tólfti rothöggssigurinn í röð?
  • Tveir ósigraðir og efnilegir bardagamenn í UFC frumraun. Jake Matthews er með fimm sigra og engin töp og Dashon Johnson er með níu sigra og engin töp. Þeir mætast í síðasta upphitunarbardaga viðburðarins á Nýja-Sjálandi og þeir eru báðir að fara í sinn fyrsta UFC bardaga. Þeir eru væntanlega báðir óðir í að sanna sig á stóra sviðinu og halda sér ósigruðum, auk þess sem þeir hljóta að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera ósigraðir og komast svo snemma inn í UFC. Það stefnir því í góðan bardagi, svo lengi sem stressið fer ekki með þá.

    calf slicer
    Charles Oliviera sigrar Tim Wisely eftir “calf slicer”
  • Alltaf gaman af Charles Oliveira. Oliveira er skemmtilegur og ársargjarn bardagamaður sem á marga skemmtilega bardaga. Hann er hættulegur alls staðar og árásargjarn bæði standandi og af bakinu. Hann hefur náð misjöfnum árangri í UFC en bara tapað fyrir mjög góðum bardagamönnum síðan hann kom ósigraður inn í UFC. Hann mætir Hatsu Hioki, sem hefur bara unnið einn af síðustu fjórum bardögum, í einum af aðalbardögum kvöldsins.Rússneska uppgjafarvélin Alexey Oleinik. Í fyrsta bardaganum í Texas mætir UFC nýliðinn Anthony Hamilton öðrum nýliða í UFC, uppgjafarmeistaranum Alexey Oleinik, í þungavigt. Hamilton er 34 ára gamall og hefur unnið sex bardaga í röð en Oleinik er 37 ára og með gríðarlega reynslu, hann hefur unnið 48 sigra í 58 bardögum, þar af 38 sinnum með uppgjöf.
spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular