Thursday, March 28, 2024
HomeBoxNorðurlandamótið í boxi haldið á Íslandi um helgina

Norðurlandamótið í boxi haldið á Íslandi um helgina

Norðurlandameistaramótið í hnefaleikum fer fram hér á Íslandi um helgina. Fyrsti keppnisdagur er í dag, föstudegi, og klárast mótið á sunnudaginn.

Um 100 keppendur frá Norðurlöndunum eru skráðir á mótið og er Ísland með tíu keppendur.

Karlar fullorðnir:

-75kg Jón Marteinn Gunnlaugsson og Hákon Garðarsson
-86kg Elmar Gauti Halldórsson
-92kg Þorsteinn Helgi Sigurðsson
+92 Elmar Freyr Aðalheiðarsson

Konur fullorðnar:

-66kg Hildur Ósk Indriðadóttir

Karlar 17-19 ára:

-63,5kg Hafþór Magnússon
-67kg Mikael Helgason
-71kg Ísak Guðnason
-75kg Oliver Örn

Mótið hefst í dag og fara þá fjórir bardagar fram. Á laugardaginn er svo blanda af undanúrslitum og úrslitum og síðan úrslit á sunnudaginn. Þetta eru viðureignirnar sem eru í dag:

4. Jón Marteinn Gunnlaugsson mætir Erik Mendona frá Svíþjóð
5. Hákon Garðarsson mætir Mindaugas Dedminas frá Noregi
6. Þorsteinn Helgi mætir Morina Genti frá Svíþjóð
8. Hildur Ósk Indriðadóttir mætir Madeleine Angelsen frá Noregi

Dagskrá helgarinnar lítur svona út:

Föstudagur 15.00 – 19.00
Laugardagur 12.00 – 15.00 og 17.00 – 21.00
Sunnudagur 11.00

Mótið fer fram í Akurskóla, Tjarnarbraut 5 í Reykjanesbæ, og kostar 1.500 kr. inn. Hægt er að kaupa streymi á viðburðinn á Uppkast.is en hver viðburður kostar 1.500 kr. Einnig er hægt að kaupa aðgang að öllum keppnisdögum á Uppkast.is fyrir 4.300 kr.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular