spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOfbeldissaga Floyd Mayweather

Ofbeldissaga Floyd Mayweather

Floyd Mayweather Jr. er einn besti og umdeildasti boxari heims. Bardagi hans gegn Conor McGregor næsta laugardag hefur ekki farið framhjá mörgum en Mayweather á sér svarta fortíð sem er allt í lagi að rifja upp áður en lengra er haldið.

Saga Mayweather er saga glæsilegra afreka en einnig heimilsofbeldis og vandræða. Fréttavefurinn Business Insider fór rækilega yfir söguna fyrir bardaga Mayweather gegn Manny Pacquiao. Söguna má rekja til ársins 2001 en á fimm mánaða tímabili sem teygði sig til ársins 2002 kvaðst Mayweather vera sekur í tveimur málum hvað varðar heimilisofbeldi og samdi við saksóknarann um 48 klukkustundir af samfélagsþjónustu og tveggja sólarhringa stofufangelsi.

Samkvæmt frétt The Las Vegas Review-Journal snérist ofbeldið gegn Melissu Brim sem er móðir elstu dóttur Mayweather. Í einu tilviki á Mayweather að hafa rifið upp hurðina á bifreið hennar, kýlt hana í andlitið, ýtt henni upp við bílinn og látið höggin dynja á andliti og skrokk hennar. Mayweather játaði brot sín.

Árið 2003 var Floyd handtekinn eftir atvik á skemmtistað. Að sögn Las Vegas Sun var Mayweather á endanum sakfelldur fyrir að hafa kýlt tvær konur á staðnum en hér má sjá nánari lýsingu á atvikinu. Að lokum fékk Mayweather 100 klukkustunda samfélagsþjónustu en samdi sig síðar út úr því með einhverjum óljósum hætti. Skyldu peningar hafa komið við sögu?

Árið 2011 var Floyd Mayweather sakfelldur og dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir að berja Josie Harris, móður þriggja af börnum hans. Eftir rifrildi um miðja nótt á Mayweather að hafa lamið Harris í hnakkann, dregið hana á hárinu úr sófa og hótað henni lífláti, allt fyrir framan son þeirra. Floyd var sleppt eftir að hafa setið inni í 60 daga. Körfuboltamaðurinn C.J. Watson átti í samskiptum við Harris á sínum tíma en Conor klæddist treyju hans á dögunum.

Floyd Maywweather hefur verið áskaður um heimilisofbeldi samtals sjö sinnum samkvæmt fréttamiðlinum Deadspin. Þrátt fyrir allt neitar hann að hafa nokkurn tímann lamið konu. Það hefur komið mörgum á óvart að Conor hefur lítið minnst á þessa sögu Floyd Mayweather í aðdraganda bardagans. Síðasti blaðamannafundurinn fyrir bardagann fer fram á miðvikudaginn og spurning hvort Conor muni vekja athygli á þessari fortíð Mayweather.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular