spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOg hvað er þá næst eftir UFC 254?

Og hvað er þá næst eftir UFC 254?

Nú þegar flestir hafa fengið tækifæri á að melta niðurstöður UFC 254 er ekki hægt að staldra lengi við heldur þarf að fara að huga að því hvað sé næst á dagskrá í UFC.

Nú verður sett sig í spor þeirra sem setja saman bardaga fyrir UFC. Frammistöður þriggja bardagamanna á UFC 254 verða skoðaðar og í framhaldinu reynt að fá góða hugmynd um hvað eðlilegt þykir að næsti bardagi þeirra yrði. Í lokin verður einnig varpað fram nokkrum pörunum fyrir bardagamenn sem börðust á kvöldinu en enginn sérstakur rökstuðningur gefin fyrir valinu.

Justin Gaethje

Nú þegar Khabib Nurmagomedov hefur lagt hanskanna á hilluna og þar með gefið eftir beltið er komin upp óvenjuleg staða þegar rýnt er í hvað sé næst í léttvigtinni. Það er vitað mál að UFC er ekki hrifið af beltislausum þyngdarflokkum – við sáum það þegar Dana White var búinn að bóka Petr Yan og Jose Aldo í titilbardaga átta mínútum eftir að Henry Cejudo hætti sem bantamvigtarmeistarinn. Núna þarf að krýna næsta meistara í léttvigtinni og liggur það í augum uppi að Justin Gaethje á skilið að vera hluti af þeirri sviðsmynd.

Gaethje hefur áður sagt að hann vilji láta líða fjóra mánuði milli bardaga hjá sér í það minnsta en eftir UFC 254 skipti kappinn um gír og sagðist vera klár aftur eftir sex vikur. Eðlilegast þykir að Gaethje myndi mæta sigurvegaranum úr viðureign Conor McGregor og Dustin Porier sem á að fara fram í janúar árið 2021.

Flestir eru á því máli að bardaginn milli Conor og Dustin verði um léttvigtarbeltið sem nú er á lausu. Fari svo að Conor vinni þann bardaga væri hætta á einhverju flækjustigi þar sem kappinn hefur áður notað belti sín til þess að elta stærri drauma og sett þyngdarflokka sína á ís á meðan.

UFC gæti spornað við því með því að segja að sigurvegarinn úr viðureign Conor og Dustin muni mæta Gaethje í bardaga um léttvigtarbeltið. Annars er Michael Chandler alltaf þarna í bakgrunninum tilbúinn að stíga upp. Tony Ferguson er ekki inn í myndinni fyrir Gaethje af augljósum aðstæðum. En þegar öllu er á botninn hvolft er það annað hvort Conor eða Dustin sem verður næsti andstæðingur Justin Gaethje.

Robert Whittaker

Allt lítur út fyrir að hnignun Robert Whittaker muni taka mun lengri tíma en margir spáðu (þar á meðal undirritaður). Þessi sigur hans á Cannonier var akkúrat það sem kappinn þurfti til þess koma sér aftur kyrfilega fyrir í beltisumræðunni en kannski ekki endilega það sem þyngdarflokkurinn þurfti.

Að því sögðu tók Robert sjálfur sigri sínum með stóískri ró og notaði ekki tækifærið á hljóðnemanum eftir bardagann í að kalla út meistarann Israel Adesanya. Eftir bardagann sagði Whittaker að núna væri fókusinn á fjölskyldunni en nefndi þó að honum grunaði að leiðir hans og ríkjandi millivigtarmeistarans muni liggja saman aftur síðar meir.

Darren Till og Jack Hermannson, hinir tveir topp keppinautarnir í millivigtinni mætast næst, og þar sem Whittaker er núna með sigur á Cannonier kemur fátt annað til greina en að setja saman Whittaker og Adesanya 2 einhvers staðar í Eyjaálfu. Dana White sagði sjálfur eftir UFC 254 að enduratið milli þeirra væri bardaginn sem ætti að setja saman. Eina sem gæti komið í veg fyrir þann bardaga er Adesanya. Í hans huga sigraði hann Whittaker með yfirburðum og vill líklega eitthvað stærra eins og til dæmis að elta tveggabeltadrauminn upp í léttþungavigt.

Magomed Ankalaev

Eftir þennan bardaga er engum blöðum að fletta um hver sé betri bardagamaðurinn, Magomed Ankalaev eða Ion Cutebala. Þessi bardagi fór mun rólegri af stað en sá fyrri en endaði með svipuðum látum. Ankalaev fann opnun með hægri krók og beinni vinstri sem lét Cutebala kyssa dúkinn og slökkti svo ljósin á honum með höggum í gólfinu. Núna er Ankalaev á fimm bardaga sigurgöngu og með svona flugeldasýningu er ekki úr vegi annað en að láta hann hafa einhvern fyrir ofan sig á styrkleikalistanum. Eftir að hafa unnið Johnny Walker í mars síðastliðnum hefur Nikita Krylov ekki verið paraður við neinn. Ankalaev og Krylov eru báðir mjög færir bardagamenn með ólíka stíla því væri gaman að sjá Magomed Ankalaev og Nikita Krylov leiða saman hesta sína.

Aðrar áhugaverðar viðureignir í framhaldi af UFC 254.

Jared Cannonier gegn Paulo Costa

Alexander Volkov gegn Alistair Overeem

Walt Harris gegn Greg Hardy

Lauren Murphy gegn Jessica Andrade

Tai Tuivasa gegn Chris Daukaus

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular