Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOrðasmiðurinn Tito Ortiz

Orðasmiðurinn Tito Ortiz

Tito Ortiz mætir Chuck Liddell á laugardaginn í þriðja sinn. Tito Ortiz hefur farið í gegnum ófá viðtölin í gegnum tíðina og hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera neitt sérstaklega orðheppinn.

Hinn 43 ára gamli Tito Ortiz mætir Chuck Liddell í aðalbardaga kvöldsins á fyrsta MMA kvöldi Golden Boy Promotions hjá Oscar de la Hoya. Liddell vann fyrstu tvo bardaga þeirra en hann hefur ekki barist síðan árið 2010 á meðan Ortiz barðist síðast í fyrra.

Í aðdraganda bardagans hefur Ortiz farið í fjölmörg viðtöl og látið ýmislegt flakka. Twitter notandinn FullContactMTWF hefur reglulega tekið saman nokkur skemmtileg mismæli Tito. Tito Ortiz hefur svo sem aldrei verið neitt sérstaklega orðheppinn maður eins og kom bersýnilega í ljós þegar hann var kynnir á Affliction kvöldi árið 2009.

Eins og áður segir er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir Tito og Liddell mætast en síðast mættust þeir árið 2006. Í dag er Tito samt hraðari, sterkari og yngri en fyrir 12 árum síðan!

Þakkargjörðarhátíðin er nú á fimmtudaginn í Bandaríkjunum og þarf Tito að spara sig við matarborðið enda stutt í bardaga. Hann mismælti sig aðeins hérna en slysin gerast.

Tito er ekki alveg viss hvers konar leikáætlun hann ætlar að beita gegn Chuck á laugardaginn. Hann ætlar kannski að beita gagnhöggum?

Tito Ortiz þverneitar því að hann sé frægur.

Hægri höndin kemur frá vinstri?

Tito átti í smá erfiðleikum með framburðinn á nafni æfingafélaga síns.

Mynd segir bara 200 orð eins og máltækið fræga segir.

Tito segist lifa mjög heilsusamlegu lífi. Hann ætlar sér að vera gamall en það sem kemur helst á óvart er að hann vill lifa lengur en börnin sín!

Öll gerum við mistök og kannski auðvelt að mismæla sig oft þegar menn fara í mörg viðtöl á skömmum tíma en þetta er bara of mikið til að hægt sé að hundsa þetta.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular