spot_img
Sunday, December 29, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓtrúleg tölfræði Demian Maia heldur áfram

Ótrúleg tölfræði Demian Maia heldur áfram

demian maia ufc 194
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Demian Maia sigraði Carlos Condit með hengingu á laugardaginn og hefur nú unnið sex bardaga í röð í UFC. Yfirburðir hans hafa verið miklir undanfarið og á hann hreint út sagt ótrúlega tölfræði.

  • Í síðustu fjórum bardögum hefur Demian Maia aðeins fengið á sig 13 högg. Condit náði aðeins einu höggi á Maia, Matt Brown náði tíu höggum, Gunnar Nelson tveimur höggum og Neil Magny engu. Gunnar var sá eini sem fór allar þrjár loturnar en Maia kláraði hina þrjá með „rear naked choke“.
  • Þetta var 18. sigur Maia í UFC og skipar hann nú þriðja sætið (ásamt Matt Hughes og Donald Cerrone) yfir flesta sigra í UFC á eftir þeim Georges St. Pierre og Michael Bisping (báðir með 19 sigra).
  • Enginn Brasilíumaður er með fleiri sigra í UFC en Demian Maia.
  • Maia er nú í öðru sæti (ásamt Nate Diaz) yfir flesta sigra í UFC með uppgjafartaki eða níu talsins. Aðeins Royce Gracie hefur unnið fleiri bardaga með uppgjafartaki (10 sigrar).
  • Maia hefur klárað sex bardaga með „rear naked choke“ en Kenny Florian er með flesta sigra eftir „rear naked choke“ eða sjö talsins.
  • Sex bardaga sigurganga Maia er nú sú næst lengsta í veltivigt UFC á eftir Stephen Thompson. Thompson mun væntanlega mæta Tyron Woodley um veltivigtartitilinn næst og þarf Demian Maia því að bíða eftir titilbardaganum.

Það verður gaman að sjá hve lengi Demian Maia getur haldið þessu áfram. Maia verður 39 ára í nóvember og er búinn með 30 bardaga.

Heimild: MMA Junkie

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular