spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaOvereem hræðist Junior Dos Santos

Overeem hræðist Junior Dos Santos

Alistair OvereemForseti UFC, Dana White, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. White kom fram í “UFC Tonight” og sagði að Alistair Overeem væri einfaldlega í felum frá fyrrum þungavigtameistaranum Junior Dos Santos.

White segist hafa boðið Overeem bæði fimm og þriggja lotna bardaga gegn Brasilíu manninum en Overeem neitaði báðum bardögunum.

“Hann vill ekkert með Dos Santos gera, hann er eiginlega í felum frá honum.” Sagði White.

Overeem sigraði Frank Mir á UFC 169 eftir dómaraúrskurð. White fannst frammistaða Overeem vera vægast sagt léleg og var alls ekki ánægður með að Overeem vildi berjast við fyrrverandi bardagakappann Brock Lesnar, en Lesnar hætti í lok ársins 2011.

Það verður að segjast að Overeem er ekki að vinna sér inn miklar vinsældir innan herbúða UFC með óspennandi frammistöðu síðast og neita svo hugsanlegum bardögum. Sérstaklega þar sem honum hefur gengið brösulega í UFC. Hann lét helsta gull kálf UFC, Brock Lesnar, hætta í íþróttinni og féll svo á lyfjaprófi fyrir titilbardaga sinn gegn Junior Dos Santos.

Eftir að White úthúðaði Overeem í fjölmiðlum tilkynnti Overeem að hann væri meiddur en meiðsli á rifbeinum virðast vera að hrjá kappann. Hvort að Overeem sé í raun meiddur eða í felum er erfitt að vita en þetta er ansi sérstakt af Dana White að úthúða Overeem svona í fjölmiðlum. Hvernig ætlar UFC að markaðssetja Overeem sem hættulegan bardagamann (einungis í búrinu þó) þegar forseti bardagasamtakanna segir hann vera hræddan?

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular