Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 furðulegustu inngöngur í hringinn eða búrið

Föstudagstopplistinn: 5 furðulegustu inngöngur í hringinn eða búrið

Þegar það kemur að því að labba inn í hringinn eða búrið er misjafnt hvað bardagamenn taka upp á. Jason “Mayhem” Miller er nokkra daga að skipuleggja hvernig hann labbar inn í bardagann á meðan okkar maður Gunnar Nelson segir þeim bara að spila eitthvað með Hjálmum og pælir ekki meir í því.

Hér eru topp 5 furðulegustu inngöngurnar að okkar mati.

genki sudo
Genki Sudo stuttu eftir að hafa rotað andstæðing sinn.

5. Akihiro Gono í Pride Bushido 12

Það er margt öðruvísi í Japan en þessi innganga hér er með því furðulegra sem sést hefur í MMA. Fyrir þennan bardaga gegn Gegard Mousasi gekk Gono inn með einhvers konar Saturday Night Fever dans innkomu. Þessar stimpingar sem koma á milli danssporanna eru hreint út sagt ansi kjánalegur.

4. Anderson Silva í Pride 22

Á þessum tíma var Anderson Silva ekki búinn að slá í gegn en fyrir sinn 11. bardaga á ferlinum gekk hann í hringinn með Michael Jackson og dansaði svona glæsilega.

3. James Te Huna á UFC on Fuel TV 7: Barao vs. McDonald

Sama kvöld og Gunnar Nelson barðist sinn 2. UFC bardaga gekk James Te Huna að búrinu með Men In Black lagið undir. Hann og þjálfarar hans klæddust svörtum jakkafötum og dönsuðu (tæplega samt) í takt við lagið. Dana White er á móti svona uppátækjum en fjölbreytileiki skaðar engan.

2. Jason “Mayhem Miller í Dream 9

Fyrir bardagann gegn “Jacare” Souza mætti Miller með hóp japanskra kvenna og dansaði inn í hringinn. Áður en Miller missti vitið og var á toppi ferlisins hafði hinn almenni MMA aðdáandi gaman af uppátækjum hans en það sama er ekki hægt að segja í dag.

1. Genki Sudo – Bestu brotin

Genki Sudo á mörg minnisstæð atvik frá ferli sínum en inngöngur hans voru oft mjög sérstakar.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular