spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPaige VanZant semur við Bare Knuckle Boxing

Paige VanZant semur við Bare Knuckle Boxing

Næsti áfangastaður Paige VanZant verður Bare Knuckle Fighting Championship. Paige VanZant hafnaði tilboði frá Bellator.

Samningur Paige VanZant við UFC rann út fyrr í sumar eftir bardagann gegn Amanda Ribas. Það var fyrsti bardagi hennar í 18 mánuði og tappaði VanZant út þegar fyrsta lotan var hálfnuð.

Það var vitað mál að VanZant vildi kanna virði sitt á opnum markaði og fá tilboð frá öðrum bardagasamtökum en UFC. Flestir töldu að Bellator myndi ná í hana en VanZant hafnaði Bellator.

VanZant kaus frekar að semja við Bare Knuckle Fighting Championship (BKFC) þar sem hún mun keppa í boxi án hanska (bara vafningar). BKFC hefur verið að hasla sér völl síðustu tvö ár og samið við bardagamenn á borð við Artem Lobov, Jason Knight og Paulie Malignaggi.

Í samtali við ESPN sagðist VanZant vilja breyta ímynd sinni. VanZant vill ekki vera þekkt fyrir að vera bara snoppufríð og vill sýna hörku sína. Í BKFC er algengt að stórir skurðir myndist og er VanZant óhrædd við að fá slæma skurði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular