spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPaulie Malignaggi yfirgefur æfingabúðir Conor McGregor í fússi

Paulie Malignaggi yfirgefur æfingabúðir Conor McGregor í fússi

Boxarinn Paulie Malignaggi hefur yfirgefið æfingabúðir Conor McGregor eftir að myndir af þeim að æfa láku á netið. Á myndunum virðist sem Conor hafi kýlt Malignaggi niður og var hann mjög ósáttur með það.

Paulie Malignaggi er fyrrum atvinnumaður í boxi og tvöfaldur heimsmeistari. Hinn 36 ára Malignaggi starfar sem greinandi og lýsandi í dag en hann lagði hanskana á hilluna í mars á þessu ári. Malignaggi var hluti í settinu í útsendingunni á fjölmiðlatúr Conor og Floyd og verður það einnig í kringum bardagann.

Malignaggi var fenginn til að aðstoða Conor McGregor í undirbúningi hans fyrir boxbardagann gegn Floyd Mayweather. Malignaggi hefur nú yfirgefið æfingabúðirnar eftir aðeins tvo daga þar sem eftirfarandi myndir láku á netið.

Á einni myndinni má sjá Paulie liggja niðri líkt og hann hafi verið kýldur niður. Þeirri mynd var ekki póstað á netið af Conor McGregor og hans liði en Malignaggi lét í sér heyra á Twitter.

Eins og sjá má er Malignaggi mjög ósáttur. Hann vill meina að sér hafi verið hrint niður en ekki verið sleginn niður. Æfingabúðir Conor McGregor fara fram í æfingaaðstöðu UFC og vill Malignaggi að upptöku af sparri þeirra verði dreift á netið til að sanna sitt mál.

Eftir að Malignaggi hafði róast aðeins birti hann eftirfarandi yfirlýsingu:

Malignaggi hafði sagt í vikunni að Conor væri með kraft en ekki „Guð minn góður höggþunga“ eins og hann orðaði það. Það verður áhugavert að heyra hvað Malignaggi mun segja þegar nær dregur bardagann en eins og áður segir mun hann vera partur af útsendingarteymi bardagans á Showtime sem sérfræðingur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular