spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPearl Gonzalez fær ekki á keppa á morgun út af brjóstapúðum

Pearl Gonzalez fær ekki á keppa á morgun út af brjóstapúðum

Íþróttasamband New York fylkis hefur bannað Pearl Gonzalez að keppa á UFC 210 á morgun vegna brjóstapúða. Þetta tilkynntu þeir henni skömmu eftir að hún náði vigt í dag.

Pearl Gonzalez átti að mæta Cynthia Calvillo á aðalhluta UFC 210 bardagakvöldsins annað kvöld. Bardagakvöldið fer fram í Buffalo í New York ríki og hefur íþróttasamband New York fylkis (New York State Atletic Commission) bannað henni að keppa vegna brjóstapúða hennar.

Gonzalez var nýbúin að vigta sig inn þegar hún fékk fréttirnar. Þetta átti að vera fyrsti bardaginn hennar í UFC og er þetta mikið áfall fyrir hana. Eðlilega var hún gríðarlega ósátt þegar hún fékk fréttirnar og sérstaklega í ljósi þess að bardaginn er á morgun.

Þessi regla hefur verið í gildi lengi í boxinu í New York og hefur greinilega verið yfirfærð yfir í MMA í fylkinu.

Þó reglan sé í gildi er tímasetningin fáránleg. Gonzalez var búin að ganga í gegnum erfiðleikana sem fylgja niðurskurði í 115 punda strávigt. Bardagakonur í UFC með brjóstapúða hafa áður keppt í New York án vandkvæða.

Nýjustu fréttir herma þó að niðurstaðan sé ekki 100% örugg og að NYSAC muni endurskoða afstöðu sína.

*Uppfært*

Pearl Gonzalez fær að keppa, sjá nánar hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular