Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPearl Gonzalez fær að keppa

Pearl Gonzalez fær að keppa

Pearl Gonzalez fær að keppa þrátt fyrir að íþróttasamband New York fylkis hafi ætlað að banna henni það fyrr í dag.

Forseti UFC, Dana White, greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Pearl Gonzalez mætir Cynthia Calvillo á UFC 210 sem fer fram annað kvöld. Bardagakvöldið fer fram í Buffalo í New York ríki og ætlaði íþróttasamband New York fylkis (New York State Atletic Commission) að banna henni að keppa vegna brjóstapúða hennar. Þessar fréttir fékk hún beint eftir vigtunina og komu verulega á óvart.

Gonzalez talaði við fjölmiðla eftir hafa fengið leyfið til að keppa.

Þetta mál hefur fengið þónokkra athygli en bardagi hennar og Calvillo er annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 210.

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular