Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones hraunar yfir Daniel Cormier

Jon Jones hraunar yfir Daniel Cormier

Jon Jones mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann talaði við fjölmiðla í fyrsta sinn í langan tíma. Jones gagnrýndi handklæðabragð Cormier í vigtuninni í gær.

Þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mætast á UFC 210 í kvöld. Mikil dramatík var í vigtuninni í gær þegar Cormier var 1,2 pundi yfir 205 punda takmarkið. Cormier kom aftur rúmum tveimur mínútum síðar og var þá akkúrat 205 pund eins og hann átti að vera.

Eftir vigtunina hefur myndast hávær umræða um hvort Cormier hafi svindlað með því að ýta á handklæðið til að ná þyngdinni réttri.

„Það skrítna við þetta allt er að þeir leyfðu þessu að gerast. Íþróttasambandið eða eitthvað hlýtur að skoða þetta augljósa brot og taka það fyrir. Það gerði enginn athugasemd við þetta. Hann komst upp með eitt það óheiðarlegasta sem ég hef séð í íþróttum,“ sagði Jones.

„Þetta var algjört brjálæði. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fylgdist með honum [Cormier], ef þú skoðar hendurnar hans, þú sérð hann horfa niður og ná þyngdinni akkúrat réttri til að ná 205 pundunum. Snjallt bragð. Mjög óheiðarlegt af honum.“

Jones ætlar ekki í búrið ef Cormier vinnur Johnson í kvöld enda sagðist hann ætla að leyfa Cormier að eiga síðustu augnablikin sín með beltið. Jones klárar bannið sitt í júlí en hann fékk eins árs bann í júlí eftir að estrógen hindrar fundust í lyfjaprófinu hans.

Jones beitti þeirri málsvörn fyrir sig að hann hefði tekið rispyllu sem hefði innihaldið estrógen hindrana og komst USADA að sömu niðurstöðu. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera stimplaður sem svindlari enda hafi hann ekki svindlað. Jones mælti sterklega með rispyllunni fyrir alla og sagðist hafa tekið þetta nær allan sinn feril.

Það er enginn kærleikur á milli Jones og Cormier en Jones var meira spenntur fyrir því að mæta Anthony Johnson en Cormier næst. Jones hefur ekki ennþá mætt Johnson en hefur sigrað Cormier. „Ég horfi á DC [Daniel Cormier] bara eins og Stephan Bonnar eða einn af þeim sem ég hef unnið. Ég er ekki með ókláruð mál við Cormier.“

„Cormier hatar mig. Það er alveg öruggt. Ég pirra hann mikið og það er eitthvað sem vinnur með mér, að vera svona djúpt í hausnum á honum.“

Að lokum má nefna að Jones hefur mikið verið að æfa jiu-jitsu undanfarið ár og ætlar hann að fara að klára menn í gólfinu þegar hann snýr aftur. Blaðamannafundinn með Jones má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular