spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPetr Yan: Gerði stór mistök

Petr Yan: Gerði stór mistök

Petr Yan tapaði bantamvigtartitli sínum á UFC 259 í nótt. Yan var dæmdur úr leik í 4. lotu eftir ólöglegt högg.

Petr Yan var með bardagann gegn Aljamain Sterling í hendi sér. Í lok 4. lotu var Sterling með annað hné niðri (e. grounded opponent) en Yan smellhitti með hnésparki. Sterling gat ekki haldið áfram og var Yan dæmdur úr leik. Sterling er því nýr bantamvigtarmeistari UFC.

Yan var eðlilega svekktur eftir bardagann. „Þið sáuð hvað gerðist, ég veit ekki hvað skal segja. Fyrir bardagann úrskýrði dómarinn vel handastöðuna á bardagamanni sem er niðri og hvað má ekki gera þá. Ég var að hugsa of mikið um hendurnar hans og gleymdi löppunum. Ég ætlaði auðvitað ekki að veita honum ólöglegt högg,“ sagði Yan í gegnum túlk á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Úr reglunum.

Bardagamaður telst vera niðri þegar hann snertir gólfið með báðum lófum eða með annað eða bæði hnén í gólfið. Sterling var með annað hnéð í gólfinu og var því niðri samkvæmt reglunum en þá má ekki sparka eða hnjáa í höfuð andstæðingsins. „Ég vissi ekki að ég hefði gert eitthvað rangt. Ég hélt ég hefði gert allt rétt og hann hefði ekki verið niðri,“ sagði Yan.

Sterling er þar með sá fyrsti til að vinna titil í UFC eftir að andstæðingurinn er dæmdur úr leik. Sterling var mjög svekktur með niðurstöðuna og tók beltið umsvifalaust af sér.

Yan vonast til að geta mætt Sterling aftur fljótlega. „Þetta er ömurlegt og ég held að hann vilji ekki vinna beltið svona heldur. Ef hann er heilsuhraustur getum við vonandi gert þetta aftur fljótlega.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular