Petr Yan tapaði bantamvigtartitli sínum á UFC 259 í nótt. Yan var dæmdur úr leik í 4. lotu eftir ólöglegt högg.
Petr Yan var með bardagann gegn Aljamain Sterling í hendi sér. Í lok 4. lotu var Sterling með annað hné niðri (e. grounded opponent) en Yan smellhitti með hnésparki. Sterling gat ekki haldið áfram og var Yan dæmdur úr leik. Sterling er því nýr bantamvigtarmeistari UFC.
Petr Yan was DQ’d following the illegal knee to the head of Aljamain Sterling 🤯🤯🤯pic.twitter.com/tpZxwNYwal
— Elite Media Group (@TheEliteMedia_) March 7, 2021
Yan var eðlilega svekktur eftir bardagann. „Þið sáuð hvað gerðist, ég veit ekki hvað skal segja. Fyrir bardagann úrskýrði dómarinn vel handastöðuna á bardagamanni sem er niðri og hvað má ekki gera þá. Ég var að hugsa of mikið um hendurnar hans og gleymdi löppunum. Ég ætlaði auðvitað ekki að veita honum ólöglegt högg,“ sagði Yan í gegnum túlk á blaðamannafundinum eftir bardagann.
Bardagamaður telst vera niðri þegar hann snertir gólfið með báðum lófum eða með annað eða bæði hnén í gólfið. Sterling var með annað hnéð í gólfinu og var því niðri samkvæmt reglunum en þá má ekki sparka eða hnjáa í höfuð andstæðingsins. „Ég vissi ekki að ég hefði gert eitthvað rangt. Ég hélt ég hefði gert allt rétt og hann hefði ekki verið niðri,“ sagði Yan.
Sterling er þar með sá fyrsti til að vinna titil í UFC eftir að andstæðingurinn er dæmdur úr leik. Sterling var mjög svekktur með niðurstöðuna og tók beltið umsvifalaust af sér.
Not the way I ever want to win a fight. It was close, competitive and filled with action. I felt the knee was intentional, especially after the ref announced I was a downed opponent, so I didn’t expect to be hit.
— Aljamain Sterling (@funkmasterMMA) March 7, 2021
Yan is a bad dude! WE WILL DO IT AGAIN!#UFC259
Yan vonast til að geta mætt Sterling aftur fljótlega. „Þetta er ömurlegt og ég held að hann vilji ekki vinna beltið svona heldur. Ef hann er heilsuhraustur getum við vonandi gert þetta aftur fljótlega.“
I apologize and wish speedy recovery to @funkmasterMMA I didn’t mean to throw an illegal strike, I just made a big mistake and paid for it.
— Petr “No Mercy” Yan (@PetrYanUFC) March 7, 2021