Santiago Ponzinibbio og Carlston Harris mættust í næst síðasta bardaga UFC Vegas kvöldsins. Ponzinibbio byrjaði bardagann vel og pressaði Harris alla leið upp að búrinu og lenti svakalegri hægri hendi. Harris svaraði fyrir sig og passaði að láta ekki vaða algjörlega yfir sig sem varð til þess að það opnaðist pláss fyrir hann í búrinu þar sem Ponzinibbio gerði mikið í því að bakka langt í burtu frá höggunum hans Harris. Rétt fyrir lok lotunnar var Harris farinn að taka algjörlega yfir lotuna og lenti mjög þungri 1 – 2 fléttu sem setti Ponzinibbio niður í gólfið.
Í annarri lotu bar á því hvað Ponzinibbio á erfitt með að eiga við lengdina hans Harris en þeir skiptust áfram á að smellhitta hvor annan og urðu þeir ragir til skiptis. Undir lok lotunnar sást mikið á andlitinu hans Harris sem var þó búinn að slá Ponzinibbio einu sinni í gólfið. Erfitt að segja til um hvor vann lotuna.
Um miðja þriðju lotu tekur Ponzinibbio alveg yfir bardagann og slær vitið úr Harris sem á erfitt með að standa í fæturna í kjölfarið. Úrslitin voru þá rituð á veginn og tók Ponzinibbio um hálfa mínútu til viðbótar að binda enda á bardagann. Úrslitin voru standandi TKO fyrir Ponzinibbio sem er því miður aftur kominn á sigurbraut.
Ponzinibbio sagðist fyrir bardagann vilja berjast 3 – 4 sinnum á árinu og spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.