Saturday, April 20, 2024
HomeErlentRafael dos Anjos fær sinn fyrsta bardaga í veltivigt gegn Tarec Saffiedine

Rafael dos Anjos fær sinn fyrsta bardaga í veltivigt gegn Tarec Saffiedine

Fyrrum léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos er kominn með sinn fyrsta bardaga í veltivigt. Dos Anjos mætir Belganum Tarec Saffiedine í Singapúr.

Rafael dos Anjos var léttvigtarmeistari UFC í rúmt ár eftir að hafa unnið beltið af Anthony Pettis. Dos Anjos tapaði svo beltinu til Eddie Alvarez í júlí í fyrra. Hann tapaði svo fyrir Tony Ferguson í nóvember og ákvað eftir bardagann að fara upp í veltivigt. Niðurskurðurinn var erfiður og þá sérstaklega fyrir tapið gegn Eddie Alvarez.

Frumraun hans í veltivigt verður áhugaverð en bardaginn gegn Saffiedine verður aðalbardaginn á UFC Fight Night 111 þann 17. júní í Singapúr. Belginn er í 10. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og er þetta gott tækifæri fyrir dos Anjos að blanda sér í toppbaráttuna í nýjum þyngdarflokki.

Tarec Saffiedine hefur átt misjöfnu gengi að fagna í UFC og er bara með tvo sigra og þrjú töp. Saffiedine er fyrrum veltivigtarmeistari Strikeforce en síðast tapaði hann fyrir Dong Hyun Kim í lok síðasta árs.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular