0

Rafael dos Anjos mætir Eddie Alvarez tveimur dögum fyrir UFC 200

rda alvarezUFC var rétt í þessu að staðfesta bardaga Rafael dos Anjos og Eddie Alvarez um léttvigtarbeltið. Bardaginn verður sýndur beint á Fight Pass rás UFC tveimur dögum fyrir UFC 200.

Léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos mun verja beltið sitt gegn fyrrum Bellator meistaranum Eddie Alvarez. Dos Anjos átti að mæta Conor McGregor um léttvigtarbeltið á UFC 196 í mars en tveimur vikum fyrir bardagann braut hann á sér fótinn. Hann virðist hafa jafnað sig á meiðslunum og mætir Alvarez þann 7. júlí.

Eddie Alvarez er 2-1 í UFC eftir sigra á Anthony Pettis og Gilbert Melendez en mátti sætta sig við tap gegn Donald Cerrone í frumraun sinni í UFC. Alvarez er þekktur fyrir að vera í mjög skemmtilegum bardögum en gegn Pettis hélt hann fyrrum léttvigtarmeistaranum niðri og stjórnaði honum í gólfinu. Þessi bardagi ætti að vera mikið fyrir augað enda tveir frábærir bardagamenn.

Það verður mikið um að vera í UFC í júlí. UFC 200 fer fram laugardaginn 9. júlí þar sem barist er um tvo titla, TUF Finale fer fram 8. júlí þar sem þær Joanna Jedrzejczyk og Claudia Gadelha mætast um strávigtartitil kvenna og nú mun Rafael dos Anjos verja léttvigtarbeltið sitt þann 8. júlí. Við fáum því fjóra titilbardaga á þremur dögum.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.