spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRafael dos Anjos meiddur! Cerrone í staðinn?

Rafael dos Anjos meiddur! Cerrone í staðinn?

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos hefur þurft að draga sig úr bardaganum gegn Conor McGregor. Bardaginn átti að fara fram eftir aðeins 11 daga.

Þetta eru afar mikil vonbrigði fyrir bardagaaðdáendur og UFC. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor ætlaði upp til að mæta léttvigtarmeistaranum Rafael dos Anjos en nú er léttvigtarmeistarinn meiddur.

Seint í síðustu viku braut dos Anjos fótinn og getur því ekki keppt á UFC 196 en þetta kemur fram á MMA Fighting. Samkvæmt Ariel Helwani gæti Donald Cerrone tekið hans stað og barist við McGregor í léttvigtarslag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem andstæðingur McGregor dettur út með skömmum fyrirvara. Jose Aldo dró sig úr bardaganum gegn McGregor örfáum vikum fyrir titilbardaga þeirra á UFC 189 í júlí. Chad Mendes kom í hans stað þar sem McGregor fór með sigur af hólmi.

UFC 196 fer fram þann 5. mars í Las Vegas. Holly Holm mun há sína fyrstu titilvörn gegn Mieshu Tate sama kvöld en verið er að leita að andstæðingi fyrir Conor McGregor.

Frekari fréttir af framvindu mála má vænta á næsta leiti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular