spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRamon "Demanturinn" Dekkers

Ramon “Demanturinn” Dekkers

ramondekkers

Ramon “Demanturinn” Dekkers var hollenskur sparkboxari og áttfaldur Muay Thai heimsmeistari. Sumir segja að hollendingurinn sé einn af þeim bestu frá upphafi en aðrir segja að afrek hans séu lítil og hann sé einfaldlega í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum. Dekkers fæddist í Breda í Hollandi árið 1969 og byrjaði í bardagalistum 12 ára gamall þar sem hann æfði Muay Thai í Maeng Ho Breda æfingarstöðinni. Móðir hans mætti á allar æfingar hans en hún átti í ástarsambandi við kennara Dekkers, Cor Hemmers.

Hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann tók sinn fyrsta bardaga en þar rotaði hann mun eldri og reyndari boxara. 18 ára gamall sigraði hann A klassa Muay Thai bardaga og varð þar með meistari í bardagasamtökunum Muay Thai Bond Netherlands.

Þegar hann var 19 ára hafði hann tekið um það bil 50 bardaga og hélt til Tælands. Fyrsta ferðin til Tælands kenndi honum margt um að vera útlendingur í þjóðaríþrótt Tælands. Gríðarlega erfitt var að sigra Tælendinga með dómaraúrskurði þar sem dómarar hölluðu oftast að þeim innfæddu ásamt því að dómarar gáfu ekki mörg stig fyrir högg með hnefum en það var sterkasta vopn Dekkers.

Árið 1992 var hann á toppi ferilsins líkamlega og þekktur fyrir gríðarlegan höggþunga. Hann var valinn Muay Thai bardagamaður ársins í Tælandi en aldrei áður hafði útlendingur unnið þau verðlaun.

Árið 1996 voru meiðsli farin að taka sinn toll á líkama hans en hann hélt áfram að berjast til ársins 2001. Árið 2001 tók hann kveðjubardaga gegn Marino Deflorin þar sem hann sigraði með vinstri krók.

ramon_dekkers_8_178Dekkers varð áttfaldur heimsmeistari og sigraði frábæra Muay Thai bardagamenn eins og Coban Lookchaomaesaitong, Gilbert Ballantine, Joe Prestia, Rittichai Tor. Chalermchai. Þegar konungur Tælands, Bhumibol Adulyadej, átti 85 ára afmæli þá var Dekkers heiðraður fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. Hann var einnig gerður að sendiherra fyrir alla útlendinga sem voru að keppa í Muay Thai í Tælandi.

Eftir feril Dekkers í sparkboxi þá þjálfarði hann bæði Golden Glory og Team Dekkers en hann kom öllum að óvörum með því að taka MMA bardaga gegn Genki Sudo en hann hafði aldrei æft neinar glímuíþróttir. Hann tók bardagann með þriggja daga fyrirvara og tapaði með hæl lás.

Dekkers kláraði sparkferil sinn á 186 sigrum með 95 rothöggum og 30 töpum. Mikil umræða hefur verið í gegnum tíðinna um hvort hann eigi að vera talinn með þeim allra bestu þar sem hann hefur tapað fyrir mörgum mjög góðum innlendum Thai bardagamönnum. Eitt er víst að hann var einn fyrsti Muay Thai bardagamaðurinn frá Hollandi og opnaði leið fyrir marga útlendinga til þess að keppa í Tælandi.

Þann 27. febrúrar í fyrra var Dekkers pínu loftlaus og ringlaður á æfingu. Hann var á leið sinni heim hjólandi þar sem hann fékk hjartaáfall. Þeir sem sáu það reyndu að hjálpa honum án árangurs. Ramon “Demanturinn” Dekkers lést aðeins 43 ára.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular