Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaGeorges St. Pierre lætur heyra í sér

Georges St. Pierre lætur heyra í sér

Georges St. Pierre (GSP) hefur um árabil verið ein skærasta stjarna í MMA og fyrirmyndar starfsmaður UFC. Hann er snyrtilegur, mætir á alla blaðamannafundi, er kurteis og segir alla réttu hlutina. Það vakti því athygli þegar GSP fór að gagnrýna UFC á opinberum vettvangi en eins og kunnugt er hætti GSP fyrir skömmu síðan (í bili að minnsta kosti).

white_gsp1

Atburðarrásin var eitthvað á þessa vegu.

Í viðtali á þriðjudag sagði GSP meðal annars að UFC væri með einokunarstöðu á MMA markaðnum. Það er ekki alveg rétt en mjög nálægt því. Þeir eru með ráðandi stöðu og eru miklu stærri en næst stærsti aðilinn, Bellator. UFC vill samt ekki heyra á þetta minnst og hvað þá frá einum af þeirra skærustu stjörnum. Dana White, stjórnandi UFC, bendir reglulega á að Bellator er í eigu fjölmiðlarisans Viacom og sé þess vegna „stór“ aðili. Þetta atriði snýst hinsvegar ekki um fjárhagslegan styrk eiganda heldur markaðsráðandi stöðu.

white_gsp2

Það voru hinsvegar ekki þessi ummæli sem ollu mesta fjaðrafokinu. Orð GSP um lyfjaprófanir féllu svo vægt sé til orða tekið í grýttan jarðveg hjá White. GSP hafði viljað auka lyfjaprófanir fyrir bardaga hans á móti Johnny Hendricks með aðstoð sjálfstæða lyfjaprófunarfyrirtækinu VADA. Hendricks var ekki sammála og UFC gerði lítið úr öllu saman. White er litríkur persónuleiki en hann getur verið hræsnari. Hann segir að GSP eigi að ræða þessi mál við sig „man to man“. Á sama tíma fer hann í fjölmiðla með hin ýmsu mál sem hægt væri túlka einkamál, t.d. þegar einhver hafnar bardaga. Nú síðast þegar Nate Diaz hafnaði bardaga á móti Khabib Nurmagomedov.

Nú kemur í ljós að GSP fékk lítinnn stuðning frá UFC á bakvið tjöldin og framan. Pirringur GSP var orðinn slíkur að hann hafði bein áhrif á ástæðu hans að taka sér hlé frá íþróttinni. Að sögn GSP er þetta tabú umræðuefni innan sambandsins, þ.e. þeir vilja ekki að þú talir um þetta og ekki af ástæðulausu. Lyfjamisnotkun er eitt stærsta vandamálið í íþróttinni og getur valdið miklum skaða. Ef það kæmi t.d. í ljós að UFC meistari væri á sterum gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér sem gæti kostað sambandið mikla fjármuni.

white_gsp3

Nú segir White að ummæli GSP séu fáranleg og hreinlega biluð sem er högg fyrir neðan beltisstað þar sem vangaveltur hafa verið uppi um andlega líðan GSP. Hann sagði „everything Georges St-Pierre said is a little kooky“.

Þessari atburðarrás er sennilega ekki lokið en vandamál tengt lyfjamisnotkun og prófunum verða sennilega alltaf hluti af íþróttinni. Spurningin er hvort að samband GSP og UFC sé orðið of skaddað vilji GSP snúa aftur í átthyrninginn?

GSP

RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular