Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeErlentRampage hringdi ölvaður í Ariel Helwani

Rampage hringdi ölvaður í Ariel Helwani

Quinton ‘Rampage’ Jackson var á mánudaginn gestur í The MMA Hour hjá Ariel Helwani. Rampage hefur lengi verið ósáttur við Helwani en hringdi í hann til reyna að sættast við hann.

Í þættinum á mánudaginn sagðist Rampage ekki vera aðdáandi Helwani. Ariel Helwani er einn virtasti fjölmiðlamaður í MMA heiminum en Rampage hefur verið ósáttur við hann í um tvö ár. Í þættinum á mánudaginn reyndi Helwani að sættast við Rampage sem tók það ekki í mál.

Aðdáendur Rampage gagnrýndu  framkomu hans í þættinum og virðist Rampage hafa séð eftir framkomu sinni. Hann hringdi því í Helwani eldsnemma um morguninn eftir að hafa fengið sér aðeins í aðra tánna. Hér að neðan má hlusta á viðtal Helwani við Rampage í 300. þætti The MMA Hour.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular