spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaReykjavík MMA með þrjá keppendur í Doncaster á laugardaginn

Reykjavík MMA með þrjá keppendur í Doncaster á laugardaginn

Á laugardaginn berst Gunnar Nelson gegn Leon Edwards á UFC bardagakvöldinu í London. Hann er ekki eini Íslendingurinn sem berst á Bretlandi á laugardaginn en þrír strákar úr RVK MMA berjast á Caged Steel bardagakvöldinu í Doncaster.

Það eru þeir Jón Ingi Ástþrúðarson, Kristof Porowski og Ingþór Örn Valdimarsson sem berjast í Doncaster. Jón Ingi á fyrsta bardaga kvöldsins gegn Englendingnum Lewis Burton í veltivigtarbardaga en andstæðingurinn er 1-0 sem áhugamaður í MMA og barðist síðast í desember 2018.

Þar á eftir kemur Kristof en hann berst þriggja lotu bardaga gegn Evaldas Leinickas í hentivigt (176 pund).

Ingþór tekur svo atvinnumannabardaga gegn Richard Taylor en Ingþór tók sinn síðasta bardaga árið 2017. Þessi bardagi er síðasti Íslendingabardagi kvöldsins en hann fer fram í 173 punda hentivigt.

Við vonum að strákunum gangi sem allra best og verður því nóg um að vera í íslensku bardagasenunni um helgina.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular