spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentReynslumestu bardagamennirnir í UFC

Reynslumestu bardagamennirnir í UFC

Sumir einfaldlega elska að berjast og þekkja ekkert annað en að berjast mörgum sinnum á ári í hinum ýmsu bardagaíþróttum. Hér er búið að raða bardagamönnum UFC upp eftir fjölda bardaga.

Gokhan Saki samdi nýlega við UFC og á enn eftir að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Hann er búinn með aðeins einn bardaga á MMA ferlinum (sem var tap) en er aftur á móti með 97 bardaga að baki í sparkboxi. Hann er með flesta bardagana í UFC í dag en á listanum eru bardagar í MMA, boxi og sparkboxi.

Næst á eftir honum er Valentina Shevchenko en hún er með 16 MMA bardaga, tvo í boxi og 61 bardaga í sparkboxi. Flestir af þeim sem eru nálægt toppnum eru með marga bardaga í sparkboxi en Oleksiy Oliynyk er sá sem er með flesta bardaga þegar einungis MMA bardagar eru teknir með. Oliynyk er búinn með 62 bardaga í MMA en hann er 39 ára gamall.

Það er gaman að skoða listann en þar má sjá að hinn 31 árs Gegard Mousasi er búinn með 57 bardaga og hinn 38 ára Nate Marquardt er með 55 bardaga (allt í MMA). Listann má sjá hér að neðan en sá sem gerði myndina er óþekktur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular