spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobbie Lawler yfirgefur American Top Team

Robbie Lawler yfirgefur American Top Team

Fyrrum veltivigtarmeistari UFC, Robbie Lawler, hefur yfirgefið American Top Team (ATT) bardagaklúbbinn sem hann hefur hjá síðan árið 2012.

Robbie Lawler byrjaði ferilinn hjá Pat Miletich í Iowaaðeins 16 ára gamall en þar æfði hann með fullorðnum mönnum á borð við Matt Hughes, Jens Pulver og fleirum. Þar fullorðnaðist hann hratt og var þar þangað til hann hélt til American Top Team í Flórída.

Hjá ATT gekk hann í gegnum endurnýjun lífdaga eftir slakan árangur árin á undan. Lawler varð fyrsti UFC-meistarinn hjá ATT eftir að hann sigraði Johny Hendricks í titilbardaga árið 2014. Hann varði svo titilinn tvisvar í ógleymanlegum bardögum gegn Rory McDonald í júlí 2015 og svo í janúar 2016 gegn Carlos Condit. Báðir þessir bardagar þykja með þeim betri í sögu UFC en Lawler tapaði svo titlinum á UFC 201 í ágúst síðastliðnum gegn Tyron Woodley eftir rothögg í fyrstu lotu.

Lawler ætlaði að snúa aftur á UFC 205 og mæta Donald Cerrone en vildi taka sér lengra hlé eftir rothöggið gegn Woodley. Hvorki Lawler né ATT hafa gefið út yfirlýsingu um hvers vegna Lawler hefur ákveðið að yfirgefa ATT. Búast má við frekari upplýsingum um málið á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular