spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobelis Despaigne látinn fara frá UFC

Robelis Despaigne látinn fara frá UFC

Margir voru spenntir og snöggir að stökkva á hype-lestina sem Robelis “”The Big Boy” Despaigne var þegar hann kom inn í UFC fyrir aðeins 7 mánuðum en eftir 2 töp í röð hefur hann verið látinn fara frá samtökunum.

Kúbverjinn Despaigne átti góðan Taekwondo feril þar sem hann m.a. náði að næla sér í brons á Olympíuleikunum. Hann færði sig yfir í MMA og þreytti frumraun sína 3. júní 2022 í Titan FC sem hann kláraði í 1. lotu. Despaigne átti svo eftir að vinna næstu 3 bardaga sína í Fury FC og Fury Challanger Series á mettíma en lengsti bardaginn af þeim þremur var 12 sekúndur, hinir 3 sekúndur og 4 sekúndur.

Það var því mikil spenna fyrir honum þegar hann tók stóra skrefið yfir til UFC en margir höfðu áhyggjur af reynsluleysi sem kom að lokum í ljós að var á rökum reist.
Despaigne vann fyrsta UFC bardagann sinn 9. mars á þessu ári gegn Josh Parisian með rothöggi eftir aðeins 18 sekúndur sem hélt hype-lestinni hans á teinunum en í næstu tveimur bardögum kom reynsluleysið og afar léleg glímugeta hans í ljós.

Despaigne mætti Waldo Cortes-Acosta 11. maí sem tók hann í MMA kennslustund og var sá fyrsti til að ljóstra upp um lélega glímugetuna. Depsaigne tapaði hverru einustu lotu í bardaganum og einn dómarinn gaf m.a.s. Cortes-Acosta eina 10-8 lotu.

Fyrr í þessum mánuði, 19 október, mætti hann svo Austen Lane sem einnig sigraði hann á þægilegan máta með einróma ákvörðun en Despaigne tók þó eina lotu í bardaganum sem allir dómarar voru sammála um en það var ekki nóg. Aftur skein léleg glímugeta hans í gegn og flestir sem voru upphaflega spenntir fyrir honum voru ábyggilega að gefast upp á honum þarna. Kannski ekki skrítið að hann hafi verið látinn fara.

Fleiri bardagamenn voru látnir fara nýlega, má þar helst nefna Matheus Nicolau og Daniel Pineda sem báðir börðust og töpuðu á sama Fight Night og Depsaigne. Matheus Nicolau var í erfiðum bardaga gegn rísandi fluguvigtarstjörnunni Asu Almabayev sem sigraði hann á einróma ákvörðun. Það kemur kannski einhverjum á óvart að Nicolau hafi verið látinn fara þar sem hann sat í 5. sæti styrkleikalista fluguvigtarinnar nýlega og var talinn mikið efni. Hann vann fyrstu 4 UFC bardagana sína gegn nokkuð öflugum andstæðingum en eftir 3 töp í röð hefur hann verið látinn fara.
Daniel Pineda tapaði fyrir Darren “The Damage” Elkins í svakalegum bardaga og var það einnig hans þriðja tap í röð.

Aðrir bardagamenn sem voru látnir fara voru:
Jessica Penne
Tamires Vidal
Vinicius Salvador
Charalampos Grigoriou
Jesse Butler

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular