spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda eftir síðasta tap: Guð hatar mig

Ronda eftir síðasta tap: Guð hatar mig

Ronda Rousey hefur í fyrsta sinn opnað sig örlítið um síðasta tapið sitt í UFC. Rondu fannst allur heimurinn vera á móti henni en nú eru bjartari tímar framundan.

Ronda Rousey er nú kominn á fullt í WWE fjölbragðaglímunni. Á mánudaginn í WWE birtist viðtal við hana þar sem hún tjáði sig um síðasta bardaga. Ronda Rousey var rotuð af Amöndu Nunes á UFC 207 í lok árs 2016 en það er að öllum líkindum hennar síðasti bardagi á MMA ferlinum.

„Eftir minn síðasta bardaga hugsaði ég ‘Guð hatar mig’. Ég átti ekkert eftir,“ sagði Ronda í WWE viðtalinu.

Ronda sagði að eiginmaður hennar, UFC bardagamaðurinn Travis Browne, hafi hjálpað sér í gegnum erfiðustu tímana.

„Eiginmaðurinn minn er ótrúlegur, hann kom mér í gegnum erfiða tíma. Hann horfði á mig og sagði við mig að ég væri ekki bara bardagakona. Það er ekki slæmt, það er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er eitthvað sem ég ætti að taka fagnandi og sýna heiminum. Þess vegna er ég hér.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular