spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRory MacDonald mætir Stephen Thompson í Kanada

Rory MacDonald mætir Stephen Thompson í Kanada

Robbie_Lawler_vs_Rory_MacDonaldGríðarlega spennandi bardagi var tilkynntur rétt í þessu. Rory MacDonald mun mæta Stephen Thompson á UFC Fight Night þann 18. júní í Ottawa.

Sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum tryggja sér titilbardaga í veltivigtinni. Rory MacDonald hefur ekkert barist síðan hann mætti Robbie Lawler á UFC 189 í ótrúlegum bardaga. Lawler fór með sigur af hólmi en MacDonald hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna.

Stephen Thompson hefur sigrað sex bardaga í röð í UFC og átti sína bestu frammistöðu á ferlinum þegar hann rotaði Johny Hendricks í febrúar.

MacDonald er í 1. sæti á styrkleikalista UFC á meðan Thompson er í því 2. Þetta er því stórkostleur bardagi fyrir bardagaaðdáendur.

Bardaginn fer fram þann 18. júní í Ottawa í Kanada.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular