spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRousimar Palhares aftur á ferðinni

Rousimar Palhares aftur á ferðinni

palhares 3Um næstu helgi mun Rousimar Palhares stíga inn í búrið á ný. Í þetta skiptið mun hann berjast við Steve Carl, veltivigtarmeistara WSOF um titilinn í aðalbardaga kvöldins á WSOF 9 í Las Vegas 29. mars.

Palhares var á sínum tíma rekinn úr UFC eftir að hafa ítrekað gerst sekur um óíþróttamannslega hegðun og furðulega framkomu. Nánar má lesa um það hér og hér.

Sigri Palhares mun hann mæta UFC kempunni John Fitch sem er einnig á mála hjá WSOF. Yushin Okami, annar fyrrum UFC bardagamaður mun einnig þreyta frumraun sína hjá WSOF á laugardaginn eftir viku.

Eftir að Palhares var rekinn úr UFC var búist við honum í glímubardaga gegn Mjölnisvininum og fótalásasérfræðingnum Dean Lister. Palhares þurfti þó að afboða sig sökum meiðsla. Hann er þó greinilega búinn að jafna sig og ætlar sér að koma af miklum krafti inn í WSOF.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular