Monday, May 27, 2024
HomeUncategorizedRousimar Palhares bannaður fyrir lífstíð í UFC

Rousimar Palhares bannaður fyrir lífstíð í UFC

UFC Fight Night: Palhares v PierceRousimar Palhares, fótalásasérfræðingurinn mikli, hefur fengið lífstíðarbann í UFC eftir bardaga sinn við Mike Pierce. Palhares sigraði Pierce á “heel hook”, snúandi fótalás sem hann er alræmdur fyrir snemma í fyrstu lotu. Palhares sleppti ekki lásnum fyrr en löngu eftir að Pierce gaf merki um að hann gæfist upp og töluvert eftir að dómarinn hafi sagt honum að sleppa. Palhares reyndist vera sá eini sem vann sinn bardaga þetta kvöldið á uppgjafartaki og á blaðamannafundi eftir kvöldið var tilkynnt að bónus fyrir uppgjafartak kvöldsins yrði ekki greiddur sökum óíþróttamannslegrar framkomu og að þetta myndi hafa með sér frekari afleiðingar.

Í viðtali á ESPN og á Twitter tilkynnti Dana White síðan að Palhares myndi ekki berjast framar fyrir UFC. Þetta er í ekki í fyrsta skipti sem UFC rekur bardagamann með þessum hætti, áður hefur Paul Daley verið rekinn fyrir að kýla andstæðing eftir að bardaginn var búinn.

Palhares hefur áður neitað að sleppa “heel hook” en það var á móti Tomasz Drwal á UFC 111, hann fékk þá 90 daga keppnisbann. Einnig sýndi hann af sér mjög einkennilega hegðun í bardaganum á móti Dan Miller á UFC 134 þegar hann hoppaði reglulega uppá búrið og fagnaði sigri þó svo að bardaginn væri ennþá í gangi. Ennfremur sýndi hann afar sérstaka framkomu á ADCC 2011 í Nottingham innan sem utan vallar.

Palhares var litríkur karakter í UFC og eflaust margir sem munu sjá mikið eftir þessum mikla fótalása meistara.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular