Friday, July 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlgeng mistök hjá byrjendum í BJJ

Algeng mistök hjá byrjendum í BJJ

Hér er listi yfir algeng mistök hjá byrjendum í Brasilísku Jiu Jitsu og hvernig má bæta það.  Með þessi einföldu atriði í huga er hægt að bæta „jitsið“ sitt mjög hratt.

Olnbogar frá líkama

Í BJJ er nánast engin staða þar sem olnbogar þurfa að fara langt frá líkamanum. Að hafa olnbogana nánast límda við líkamann dregur allverulega úr líkunum að þú lendir í “armbar”, “kímúra” eða öðrum vandræðum.

Léleg líkamsstaða

Góð líkamsstaða er eitthvað sem allir byrjendur þurfa að hugsa mikið um.  Í raun er erfitt að skilgreina námkvæmlega  góða líkamstöðu.  Ég mæli með að hafa í huga hvernig þið getið beitt líkamanum svo hann vinni með ykkur. Notið “slow roll” til að prufa hvernig líkamsstaða veitir ykkur mesta jafnvægið eða gefur mestu pressuna.

Gleyma að anda

Ef þú hefur ekki stjórn á þínum eigin andardrætti er mjög ólíklegt að þú stjórnir einhverju öðru.  Djúp og yfirveguð öndun í glímu fær fólk til að stressast síður upp og það þreytist minna.  Góð líkamsstaða hjálpar mikið til við að hafa stjórn á andardrættinum.

Vanmeta grundvallartækni

Öll “fancy” brögð eru byggð á grundvallartækni. Það er alveg glatað að vera reyna fljúgandi “armbar” og kunna svo ekki að klára hann.  Lærið grunninn vel og þá verður auðvelt að bæta við nýjum brögðum.

Keppa á æfingu

Maður verður ekki heimsmeistari á æfingu. Gott að hafa keppnisskap og taka á því en æfingarnar verða mikið skilvirkari þegar þú sleppir egóinu og einbeitir þér að læra sem mest í hverri glímu.  Vinnur eða tapar skiptir ekki máli þegar þér fer fram á hverri æfingu.

Stjórna ekki mjöðmum

Ef þú stjórnar mjöðmum á andstæðingnum ertu með yfirhöndina. Rétt pressa á mjaðmir andstæðingsins skiptir öllu máli þegar kemur að því hvort þú náir að halda honum niðri í „side control“.  Þannig að þú skalt hugsa um að leyfa andstæðingnum ekki að stjórna mjöðmunum þínum og reyna að stjórna hans/hennar.

Styrkur umfram tækni

Mjög algengt er að sjá byrjendur reyna að þjösnast í gegnum hlutina á styrknum.  Þeir byrjendur sem eru ekki líkamlega sterkir taka hraðar framförum þar sem þeir geta bara treyst á tæknina.  Ef þú ert sterk eða sterkur, ekki vera það á æfingu.  Notaðu tækni, ekkert nema tækni

Hlusta á líkamann

Í öllu fjörinu við að æfa BJJ er mjög auðvelt að gleyma að hlusta á líkamann og enda með að komast ekki á æfingu út af meiðslum.  Það er ekkert að því að taka síðustu tveim glímunum rólega eða horfa jafnvel á ef líkaminn er að kvarta. Eins og í öllum öðrum íþróttum skiptir nægur svefn og hollt mataræði máli, sem og að hita alltaf vel upp fyrir æfingar og teygja á í lokin.

Læra mikið af uppgjafartökum

Að kunna fullt af flottum fótalásum gagnast þér lítið ef þú kannt ekki að losa þig úr „mount“ eða veist ekkert hvernig á að verjast „guard passi“.  Reyndu heldur að bæta vörnina þína til að byrja með.

Gleyma að hafa gaman

Reyndu að hafa gaman með æfingafélögunum. Spjallið saman og grínist eftir æfingu.  Afslappað og vinalegt umhverfi ýtir undir framför og ánægju.  Eftir allt þá erum við að æfa hnoð.

RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular