Sunday, May 19, 2024
HomeForsíðaUFC Fight Night 29 - Maia v.s. Shields úrslit (spoiler)

UFC Fight Night 29 – Maia v.s. Shields úrslit (spoiler)

 

Í gærkvöldi fór fram UFC Fight Night 29 – Maia v.s. Shields í Brasilíu þar sem fjöldi spennandi bardaga átti sér stað. Fyrir þá sem hafa ekki enn séð bardagana og ætla sér sér að horfa á þá væri ráðlegt að hætta að lesa núna. Margir bardaganna voru spennandi og fengu aðdáendur gólfglímunnar þó nokkuð fyrir sinn snúð, en einnig var nokkuð um tæknileg rothögg og eitt hreint rothögg.

 

Undirkort (Prelims) úrslit:

Léttvigt: Allan Patrick sigraði Garett Whiteley með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Fluguvigt: Chris Cariaso sigraði Iliarde Santos með tæknilegu rothöggi í annari lotu.

Veltivigt: Yan Cabral sigraði David Mitchell eftir samhljóða dómaraúrskurð (30-27, 30-27, 30-27).

Veltivigt: Igor Araújo sigraði Ildemar Alcantara eftir samhljóða dómaraúrskurð (29-28, 29-28, 29-28).

 

Aðalkort (Main Card) úrslit:

Bantamvigt: Raphael Assunção sigraði T.J. Dillashaw eftir klofinn dómaraúrskurð (28-29, 29-28, 29-28).

Veltivigt: Rousimar Palhares sigraði Mike Pierce með uppgjafartaki (heel-hook).

Létt-þungavigt: Fabio Maldonado sigraði Joey Beltran eftir klofinn dómaraúrskurð (28-29, 29-28, 29-28).

Sérstakur þyngdarflokkur (Catchweight 208 pund, þar sem Thiago Silva náði ekki vigt): Thiago Silva sigraði Matt Hamill eftir samhljóða dómaraúrskurð (30-27, 30-27, 29-27).

Veltivigt:  Dong Hyun Kim sigraði Erick Silva með rothöggi í þriðju lotu.

Veltivigt: Jake Shields sigraði Demian Maia eftir klofinn dómaraúrskurð (48-47, 47-48, 48-47).

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular